Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 65
Hinrik Pestalozzi:
223
Pestalozzi þar vel settan til þess að kennsluaðferð
hans næði að iitbreiðast erlendis, einkanlega í þýzka-
landi. Skólameistarinn í skóla þessum var skóari;
ekki hafði hann nema eitt herbergi, þar sem hann
og Pestalozzi áttu að segja til 73 börnum ; Pesta-
lozzi var hinn kappsamasti, svo að skóaranum þótti
nóg um, með því hann var hræddur um, að Pesta-
lozzi mundi bola sig frá embættinu, og fór skóar-
inn því að láta þær sögur berast út, að Pestalozzi
Væri hvorki lesandi nó skrifandi, kynni ekkert að
reikna, það væri ekki svo mikið að hann kenndi
börnunum fræðin. Loksins æsti hann feður barna
þeirra, er í skólann gengu, til þess að afsegja það,
að börnin sín væri höfð til þess að reyna á þeim
sórvizkuna úr honum Pestalozzi; borgurunum væri
guðvelkomið að láta liann bera niður á börnunum
þeirra með nýmælin. Pestalozzi var því fengin
kennarasýslan við smáskóla einn, er kona stóð
fyrir, þar sem kennt var að skrifa og lesa, og þar
átti hann að halda áfram tilraunum sínum. Hann
þóttist nú genginn xir skugga um, að sú alþýðu-
uppfræðing,sem þá var til, væri »kviksyndisfen»,og að
það þyrfti að taka alveg nýja stefnu með alla alþýðu-
kcnnslu í þessari heimsálfu.
Frá því kl. 8 að morgninum og þangað til kl.
7 að kveldinu var hann við kennsluna, með fárra
stunda hvíld ; börn, sem ekki þekktu stafina, lét
hann heyra hljóð og hafa þau eptir, og sjálf sund-
Urgreiua hljóð, sem urðu æ erfiðari í framburði;
hann lét þau taka eptir götunum og rifunum á
Veggfóðrinu í slcólastofunni og lýsa þeim ; hann
^ókk þeim töflur, sem var skipt í reiti, og í hverj-