Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 55
Hinrik Pestalozzi.
213
hann — það varð á kveldin að ritum, og má á
þeim sjá votta þess, hvernig hugsanir hans betur
og betur skýrast, og ekki bera þau rit hans síður
vott um hans fölskvalausa mannkærleika, sem er
því meiri, sem sá er lítilsigldari og á færri að, er
í hlut á. I sundurlausum hugsunum, í dæmisög-
um og ritgjörðum, í viðræðum og frásögum er hann
eins og að biðja sér hljóðs og fá menn til að gefa
gaum að því, er hann hafði sett sér fyrir mark og
mið, sem var það, að bæta hagi alþýðu, og þessu
heldur hann áfram, í samfleytt 18 ár, er hann
verður að bíða. Um hríð gaf hann út vikublað
mjög fjörugt og fyndið og tilfinningaríkt. þegar
hann minnist fornra rauna sinna, segir hann : »Sá
maður, er leitar ástar, en finnur enga, hlýtur að
eldast Bnemmai. (Samanber : »Hrörnar þöll sú er
Btendr þorpi á, hlýr-at henni börkr né barr; svá
er maðr sá, er manngi ann, hvat skal hann lengi
lifa?«). Trúarskoðun hans er einkar gaguort og
Bkorinort lýst í þessari setning eptir hann : »Fyrir
menn er kærleikurinn hin eina sanna guðsþjónusta.«
Kærleikurinn á alstaðar að komast að hjá honum.
Sambandið á milli foreldra og barna á að gefa
úrlausn þess, hvernig lífið eigi að skipast í öllu
tilliti. Guð gagnvart mönnunum er faðirinn gagn-
Vart börnunum sínum, og á sama hátt stjórnarinn
gagnvart þegnunum, yfirvöldin gagnvart borgur-
Unum, presturinn gagnvart söfnuðinum, herragarðs-
eigandinn gagnvart leiguliðunum, húsbændurnir
gagnvart hjúunum, iðnaðarmeistarinn gagnvart
Verkamönnum sínum, auðmennirnir gagnvart fá-
tæklingunum, þegnfélagið gagnvart óbótamönnun-