Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 92
250
Sjálfs er höndin hollust.
sem engilshljómur í eyrum majórsins. Svovardyr-
unum lokað. Majórinn stundi þungan og gekk til
herbergis síns.
Næsta vikan, það var ljóta vikan fyrir majór-
inn. Hann gaufaði eins og hann var vanur í ald-
ingarði sínum, og blístraði eins hann var vanur við
vinnu sína ; en nú reif hann hvern blómknappinn
á fætur öðrum af plöntunum; lögin, sem hann
blístraði, lýstu ýmist hugarangri og örvæntingn, eða
bræði og hefnigirni; loksi urðu það eintóm sorgar-
lög. Að kveldinu, þegar hann var að tefla skálr,
fór hann svo ógætilega með drottninguna sína, að
Fischer prestur þóttist ekki geta annað en bent
honum á það, og lofaði honum að leika upp aptur.
Póstmeistarinn, sem var sparsemdarmaður, tók
eptir því, að majórinn eyddi ófyrirgefanlega mörg-
um eldspýtum, til þess að halda lifandi í pípunni,
og dugði þó varla til; annars var vant að lifa ágæt-
lega í pípunni hjá majórnum.
það vildi svo til einu sinni í þessari viku, að
hann mætti frú Wittleday. Um leið og hann heils-
aði henni, leit hann til hennar með svo þungum
svip, að henni brá ónotalega við. Hún fór að
velta því fyrir sjer, hvort hún, án þess af að vita,
á nokkurn hátt kynni að hafa getað styggt ma-
jórinn.
Um lieutenantinn er það að segja, að hann
sat á hverjum degi, tímunum saman, við skrifborð
majórsins; það voru engir sældartímar; jafnan
varð sá endir á, að hann reif í sundur það sem hann
hafði ritað. f>ær stundir, sem hann hafði afgangs
frá ritstörfunum, bljes hann á bljóðpípu, eintóm