Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 35
Guð er kærleikur.
193
hef ekki sjeð hann í átta mánuði, hann varð nauð-
Ugur viljugur að fylgja hersveitinni sinni, og jeg
hef ekkert frjett af honum síðan. jpegar barnið
fæddist, var jeg rekinn úr vistinni, þar sem jeg var
eldhússtúlka. Jeg hef nú á þriðja mánuð verið að
leita mjer að atvinnu, og það litla, sem jeg átti, er
allt farið. Jeg var helzt að hugsa um að verða
barnfóstra, en jeg var svo mögur, að enginn tók í
mál að láta mig hafa barn á brjósti. Núna sein-
ast var jeg að finna kaupmannskonu; jeg á þar
skyldfólk og mjer hafði verið lofað þar inni. Hrakn-
ingnum var þó ekki alveg lokið, því að konan sagði
mjer, að jeg gæti fyrst komið alfarin eptir viku.
|>að er langt út þangað, svo að jeg var hreint orð-
in uppgefin, og barnið að deyja úr kulda. Hjer
inn í bænum höfum við þó altjend vísan nætur-
stað í bráð hjá konu, sem hýsir okkur af brjóst-
gæðum; annars var ekkert fyrir nema dauðinn«.
Marteinn spurði konuna með mikilli hluttekn-
ingu: »Áttu þá ekkert hlýtt fat til að fara í ?«
»það er nú víst kominn tími til þess, en hvað
á maður að gjöra, góði maður; í gær varð jeg að
taka 20 kópeka1 til láns upp á þríhyrnu mína«.
Konan gekk að rúminu og settist með barnið,
en á meðan Ieitaði Marteinn 1 fötum sínum á veggn-
um og náði þar í gamla péysu, sem hann rjetti
konunni.
»Taktu við henni«, sagði hann, »hún er ekki
1) Kopek silfurmyntar eklci fullir 3 aurar.
Iðunn. VI. 13