Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 119
Sókrates.
277
uppeldið heima fyrir, umgengnin við sér eldri menn,
og hluttekning í guðs dýrkun ríkisins og öllum at-
höfnum borgaralegs lífs væri ekki nóg til þess.
f>eir menn, sem héldu fast við forna siðu, hlutu
því að meta allt atferli Sókratesar tortryggilegt.
Hann var að venja unga menn við að dæma og
rökræða alla hluti, í stað þess að láta sór lynda
það, sem verið hafði.
í smáríkjunum á Grikklandi í fornöld var það
heimtað af borgurunum, að þeir með lífi og sál
væri ríkisins. Frá vöggunni til grafarinnar átti öll
þeirra iðja að vera í ríkisins þarfir. En Sókrates
vildi fá hvern einstakan mann til þess, að eiga
nokkuð útundan, að eiga hið innra með sér helgi-
stað, þar sem hinninnri og sanni maður öllu óháður
fengi lifað einum sér, en við þetta virtist hljóta að
vekjast áhugi sá og alúð, er hann átti að hafa við
allt það, er ríkið varðaði. Við þetta komst iun
það afi, er eyða mundi og sundra, og á þann hátt
verða hættulegt lífi grísku ríkjanna. Eins og fyr
er á vikið, trúði Sókrates sjálfur á guði feðra sinna,
og sjálfur laut hann með lotningu lögum ríkisins ;
en með því að heimta sjálfsþekkingu og frjálsa
sannfæringu liafði hann komið mönnum á þann
rekspöl, að margir mundu hljóta að leiðast lengra
á honum en sjálfur hann fór. Hjá honum gat á
aðdáanlegan hátt frjáls hugsun orðið samferða var-
færinni hugarstefnu ; en hjá öðrum hlutu þær að'
segja 8kilið hvor við aðra og verða ósamþýðanlegar.
En við þetta risu upp kærur, sem ekki var hægt
hjá að sneiða með öðru móti en því, að stjórnar-
skipun og þjóðlíf hefði skapazt á þann hátt, að rétt-