Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 84
242 Sjálfs er höndin hollust.
Ekkjufrú Wittleday, sem átti hið mikla höf-
uðból Wittleday, var nú búin að vera ekkja í tvö
ár. |>að var farið að pískra um, að hún mundi
vera orðin leið á sorgarbúningnum, að hún mundi
bráðum gera þetta uppskátt með því að hætta að
vera í svörtum fötum, og að hún ætlaði að halda
stóréflis veizlu, er öllum bæjarbúum skyldi til
boðið.
það var allmikið um það talað, að það þótti
miðlungi vel við eiga, að frú Wittleday — hún var
ung og fríð — skyldi ekki ætla lengur að vera í
sorgarbúningi; það þótti líka óhæfileg eyðslusemi,
þar sem svörtu fötin voru naumast hálfslitin. En
allir í Eystri-Patten voru á einu máli um það, að
það ætti sjerlega vel við, að hún hjeldi veizlu.
Nokkrir af bæjarbúum, sem höfðu átt því láni
að fagna, að borða einhvern tíma hjá Scott sáluga
Wittleday, sögðu, að þar á höfuðbólinu væru hinir
fágætustu og gómsætustu rjettir, sem til væri, ó-
spart á borð bornir ; þeir, sem hingað til ekki hafði
auðnazt að koma þar, trúðu þessu svo fastlega, að
þeir rjeðu sjer ekki, svo hlökkuðu þeir til.
I þetta skipti hafði þó fótur verið fyrir fregn-
inni. |>að var tæplega liðinn hálfur mánuður frá
þyí að fyrst fór að kræla á þessu, er hver einasti
virðulegur húsfaðir í Eystri-Patten fjekk boðsbrjef,
þess efnis, að frú Wittleday beiddi hann, ásamt
konu og börnum, að láta svo lítið að drekka te
hjá sjer næsta fimmtudagskvöld. — Undirbúnings-
tíminn var stuttur; í bænum var að eins ein fata-
sölubúð og í henni fremur fátt af því, er méð
þurfti. En bæjarbúar ljetu höndur standa fram úr