Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 38
196 Leo Tolstoj :
aði og konan ljet dæluna ganga. Marteinn fleygði
frá sjer nálinni, og asinn var svo mikill á honum,
að hann missti fótanna í' tröppunum og gleraugun
urðu þar eptir. þegar hann kom upp á stjettina,
var konan enn þá að hártoga drenginn með mildu
rausi, og hjet því, að hann skyldi komast undir
manna hendur. Drengurinn sór og sárt við lagði,
að hann væri saklaus, og að hann ætti ekki þessa
meðferð skilið. Marteinn gekk á milli, tók í hend-
ina á drengnum, og sagði:
»Slepptu honum, konukind, og fyrirgefðu honum
í Jesú nafni«.
»Á jeg að fyrirgefa honum? svei mjer þá alla
daga; hann skal vera hýddur svo rækilega, að
hann gleymi því ekki fyrst um sinn. Ormurinn
þinn, komdu nú með mjer til fógetans«.
En Marteinn var ekki af baki dottinn. oSlepptu
honum, kona góð; hann gjörir þetta aldrei aptur;
slepptu honum í Jesú nafni«.
Gamla konan sleppti drengnum, og óðara en
hún sleppti takinu, ætlaði strákur að taka til fót-
anna, en þá var það Marteinn, sem hjelt í hann.
»Biddu gömlu konuna fyrst fyrirgefningar«, sagði
hann, »og láttu þjer ekki verða þetta aptur; jeg
horfði á það, þegar þú tókst eplið«.
Drengurinn fór að gráta og bað fyrirgefningar.
»Nú fer allt vel. Nú getur þú fengið epli«,
sagði Marteinn, og tók eitt epli úr troginu og
fjekk drengnum. »Jeg skal borga það«, sagði hann
við gömlu konuna.
»þú venur bara upp í honum óknyttina, strákn-
um, með þessu lagi«, sagði hún. »Hann hefði átt