Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 49
Hinrik Pestalozzi.
207
með ritum sínum, og að því stuðluðu og æfikjör
han3. Pestalozzi og jafnöldrum hans rann til rifja,
þegar þeir báru saman frelsisbaráttu Svisslendinga,
bæði fyr og síðar, við ánauð þá og ófrelsi, er þeir
urðu nú að þola, og ekkert mundi þeim hafa ver-
ið hugleiknara en að fá endurbornar fornaldar-
hetjurnar, með þeirra borgaralegu stórvirki og fram-
kvæmdir. nFrelsishugmvndirnar, sém Eousseau
hafði gefið nýtt líf og sett fram í háleitri mynd,
efldi í sálu minni ósk eptir því, að finna eitthvert
rýmra verksvið, þar semj’eg gæti orðið þjóð minni
til gagns«, segir Pestalozzi. Hann hafði hugsað
sér að verða prestur, til þess að hami gæti lifað
meðal alþýðu og fyrir hana; en svo liugkvæmdist
honum það, að lögfræðisnám mundi fremur greiða
honum götu til þess, að geta nokkru um það ráð-
ið, hvert skipulag yrði á þegnlegu félagi. Hann
gengur þá í félag ungra manna, sem með brenn-
heitri réttlætistilfinningu kærir ranglæti andlegra
°g veraldlegra embættismanna við alþýðu ; þetta
vakti mikið hueixli meðal þeirra, er völdin höfðu,
°g voru kærendur settir í varðhald, og dregnir fyr-
lr dóm, ef þeir ekki gátu forðað sér með flótta;
i'eyndar höfðu kærendurnir ritað nafnlaust, og var
Það, svo som vottaðist, þegar málin voru prófuð,
af því, að þeir þóttust vita, að foreldrar og ættingj-
ar mundu hafa aptrað þeim, ef þeir berlega hefðu
viljað fara lagaveginn gegn afglapamönnunum. A
þessum árum missir Pestalozzi bezta vin sinn ; á
deyjanda deyi varar þessi vinur hann við því, að
f&rast neitt það stórræði í fang, er hann ekki réði
Vlð, jafnmeinlaus og auðtrúa og hann væri. nEeyndu