Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 37
Guð er kærleikur.
195
rjetfci henm 20 kópeka; »þú getur leyst út þrí-
hyrnuna fyrir það«.
Konan tók við skildingnum, gjörði krossmark
fyrir sjer og kvaddi. Marteinn gjörði það sömu-
leiðis og fylgdi konunni til dyra.
Marteinn settist aptur að vinnu sinni út við glugg-
ann, eptir að hann hafði neytt súpunnar, sem hann átti
eptir. Hann var þó enn sem áður að smálíta út á
strætið, og ef skugga bar á rúðuna, gætti liann
óðara að, hver fyrir gekk. Hann sá bæði kunnuga
og ókunnuga ganga um strætið, en ekki fannst
honum til um neinn þeirra.
Eitthvað er þar enn á ferðinni, hugsar Mar-
teinn, og rjett fyrir ufcan gluggann sjer hann hvar
gömul sölukerling hefur numið staðar. Hún var
með trjespónapoka á bakinu og trog undir hend-
inni með fáeinum eplum í, sem hún átti eptir ó-
seld. Marteinn gizkaði á, að gamla konan
mundi hafa fengið að hirða þessa trjespæni ein-
hverstaðar þar sem verið væri að smíða, og mundi
Vera orðin þreyfct í bakinu og ætla sjer að færa
pokann yfir á hina öxlina. Hún ljet frá sjer trog-
ið á stólpa, sem þar stóð, og setti pokann niður
á stjettina. jpað var laust troðið í pokann, og
tneðan konan er að hrista hann, ber þar að dreng,
sem hnuplar einu epli úr troginu. Kerling hafði
sjeð þetta út undan sjer og var viðbragðsskjótari
en strák varði, og náði i handlegginn á honum.
Strákur spyrntist við af alefli, en gamla konan
sleppti ekki tökunum, sló af honum húfuna, og
hjelt í kambinn á honum. Drengsnáðinn grenj-
13*