Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 32
190
Leo Tolstoj :
og jeg. Hver sem sjálfan sig upphefur, segirhann,
mun niðurlægjast, en hver sem lítillækkar sjálfan
sig mun upphafinn verða. jpjer kallið mig herra,
segir hann, en jeg hefi þvegið fætur yðar. Og
hver yðar, sem vill vera fremstur, hann sje síðast-
ur allra. Sælir eru volaðir. Sælir eru hógværir.
Sælir eru friðsamir. Sælir eru miskunnsamir«.
Stepanits gleymdi alveg tebollanum, hann var
orðinn klökkur, og honum var Ijett um grát, eins
og flestu gömlu fólki, og hlustaði á Martein með
tárin í augunum.
»Ljúktu úr bollanum«, sagði Marteinn við hann.
Stepanits signdi sig og þakkaði fyrir, en ýtti frá
sjer bollanum, og sagði um leið og hann stóð á
fætur:
»Guðsást og góðar þakkir, Marteinn minn, fyrir
allar góðgjörðirnar, þú hefur mettað mig bæði á
sálu og líkama«.
»|>akka þjer sjálfum fyrir komuna, og láttu þetta
ekki verða í seinasta sinni«, sagði Marteinn, »þú
ert ætíð velkominn#.
Stepanits fór, Marteinn drakk leifar hans, Ijet
bollann frá sjer, og settist aptur að vinnu sinni
undir glugganum. En ekki gat hann stillt sig um
að vera að smálíta út um gluggann. Hann var
allur með hugann við orð og gjörðir frelsarans, og
fannst eins og Kristur vera á leiðinni til sín.
það sem fyrst bar fyrir augu hans voru her-
menn tveir, sem gengu um strætið; seinna gekk
þar fyrir eigandinn að næsta húsi í götunni og
bakaradrengur með körfu. Næst þegar hann leit
út, sá hann fátæka konu koma; hún nam staðar