Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 59
Hinrik Pestalozzi.
217
þá sem lægst eru settir meðal alþýðu. Hið fyrsta,
sem þörf var fyrir, voru þá skólakennarar; var
Pestalozzi því spurður að því, hvort hann gæti
ekki stofnað kennaraskóla. En hann vildi fyrst
reyna f barnaskóla, hvernig tiltækist með það, sem
hann hafði hugsað sér og sumskostar reynt, og
lagði hann það til, að stofnaður væri skóli áþekkur
þeim, er hann hafði haft á Nýjabæ, og talað um
í »Ljónharði og Geirþrúði». þorpunum þar í grennd-
inni átti að gefast kostur á að sepda börn til þessa
nýstofnaða skóla, og ungir menn áttu þar að temja
sér þá list að segja til, og svo átti ríkið smásam-
an, eptir því sem þessi ráðagerð reyndist, að koma
á fót fleiri og fleiri slíkum stofnunum, þar sem
börn fátækustu foreldra fengi það uppeldi, að þau
mætti verða atorkusamir og sjálfstæðir borgarar.
Ráðherrann lét sér skiljast, að það jafnrétti borgar-
anna, er stjórnarbyltingin hafði lögleitt, mundi ekki
fá staðizt, nema þeir að efnahagnum til væri sjálf-
stæðir menn, og aðhylltist hann því tillögur Pesta-
lozzi.
En hvar átti þessi stofnun að vera ? Meðan
Verið var að velta þessu fyrir sér, gerðist út um
það sjálfkrafa. Pestalozzi var þá sem stóð stjórn-
mni liðsinnandi í ritum sínum, og var það mikils-
vert, »því hann hafði opt með góðum árangri tal-
að við sína ólærðu meðborgara, og þó talað svo,
að þeir sem bezt voru menntaðir, vildu meira en
fögnir heyra hann». Meðal annars ritaði hann um
þessar mundir áskorun til þeirra fylkjanna, sem
enn ekki höfðu samþykkt stjórnarskipunina. En
þau vildu með engu móti þýðast hið nýja skipu-