Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 109
Sókrates.
267
legt ræktarleysi, og gjörðu lýðinn svo æstan, að
hann, er á lýðmótið kom, heimtaði með hinni
mestu frekju, að í einu lagi skyldi ganga til at-
kvæða um hershöfðingjana alla, og dæma þá til
dauða; en þetta var lögleysa, því lögin mæltu svo
fyrir, að ekki mætti taka fyrir mál nema eins í
einu. Nú vildi svo til, að hlutkestið hafði komið
á Sókrates, að stjórna þennan dag umræðunum á
lýðmótinu; þveraftók hann að láta það viðgangast,
að breytt væri móti lögum í atkvæðagreiðslunni,
og lét ekkert á sig fá heitingar manna, er nógar
voru hafðar. Seinna meir var steypt um stund
lýðvaldsstjórninni í Aþenuborg, og höfðu þá völdin
30 menn, efldir til ríkis af Spartverjum ; Aþenu-
menn kölluðu þá 30 harðstjórana, og var réttnefni,
því þeir sýndu óþolanda yfirgang og rangsleitni, og
vildu þeir fá sem flesta viðriðna óhæfur þær, er
þeir höfðu með höndum. því buðu þeir meðal
annars Sókrates ásamt öðrum að fara og handtaka
mann einn saklausan, er þeir höfðu óþokka á;
hafði hann það mest til saka, að hann var auðug-
ur; en þeir ætluðu að láta dæma hann frá lífi og
kasta svo sinni eign á auð hans. Til slíkra er-
indagjörða léði Sókrates sig ekki, þó hinir færi;
og er talið víst, að hann mundi hafa tekið gjöld
á sjálfum sér fyrir óhlýðni þá, ef þeim ekki rétt á
eptir hefði verið steypt úr völdum, og það því
fremur, sem þeir áður voru búuir að fá hatur á
honum fyrir bersögli hans um athæfi þeirra. |>eir
létu drepa fjölda borgara, en sumir ilýðu til að
forða sér. þ>ví sagði einu sinni Sókrates : »Smala-
uiaður, sem sæi, að hjörð sín væri að týna tölunni