Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 110
268 H. Höfí'ding:
dag eptir dag, og vildi þó ekki kannast við það,
að vera illur smalamaður — hann hefði ekki af-
lögum sannleiksást; þó hefði enn minna af henni
sá borgarstjóri, er sæi, að borgararnir færi sífækk-
andi, og vildi þó ekki kannast við, að hann væri
vondur stjórnandi.
Eins og hyer annar Aþenuborgarmaður, gegndi
Sókrates þeirri skyldu borgaranna, að ganga í her-
þjónustu, og var hann í mörgum herferðum, og
reyndist jafnan hinn hraustasti og harðfengasti. I
herferðiuni til Potidæu, sem dróst fram á vetur,
var liann í sömu slitnu yfirhöfninni, sem hann var
vanur að hafa heima í Aþenuborg, og ekki bar á
því, að hann berfættur kveiukaði sér meira við því
að ganga á ís, en hinir liðsmennirnir með loðskinns-
skó. þó finust Alkibiades enn meir til um það,
hvað rólegur hanu var, þegar Aþenuborgarmenn
flýðu frá Delion; þá fór hann einn sór við annan
mann og fór hvergi ótt, heldur smálitaðist um; en
engir þeirra, er flóttann ráku, urðu til þess að
ráða á þá félaga, »því það gat hver maður séð, og
það enda langt til», segir Alkibiades, »að þar var sá
fyrir, er fræknlega mundi verjast, ef á hann væri
leitað».
IV.
það var skylda hvers borgara í Aþenuborg, að
taka þátt í hinni opinberu guðsdýrkun, einkum þó
það, að færa fórnir á ölturum borgarinnar. þess-
arar skyldu gætti Sókrates grandvarlega. Hann
hafði einlæga trú á guðunum, og var hann einnig
í þessu ólfkur öðrum mönnum ; eða svo segir einn