Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 90
248 Sjálfs er höndin hollust.
»Láttu það dragast svo sem hálfsmánaðartíma,
ungi vinur», sagði majórinn. »Samkvæmt tízkunni
verðum við að heimsækja frúna í næstu viku ; þá
geturðu kynnzt henni betur; jeg heyri sagt að hún
sje mikið fjörug og ræðin. það gæti líka farið svo,
að þú kæmist að þeirri niðurstöðu, að ákjósanlegra
væri fyrir þig að nota sumarleyfið til þess að heim-
sækja hana við og við, heldur en að þjóta f burtu,
og sjá hana aldrei framar. Bíddu hálfan mánuð,
eins og skynsömum, ungum manni samir*.
»Jeg get það ekki, majór», anzaði unglingur-
inn. »En þjer, sem eruð alvanur hermaður, vitið
þjer þá ekki, hvað fjandi óþægilegt það er, að
verða að standa kyr í sömu sporum og bíða eptir
kúlunum ?»
»Jú, það veit jeg, drengur minn», svaraði majór-
inn með undarlegum málróm, og leit undan.
»Nú, öldungis eins verður ástatt fyrir mjer, ef
jeg verð hjer, og fæ ekki að segja það sem mjer
býr í brjósti».
»Láttu það dragast að minnsta kosti í viku»,
sagði majórinn.
»þá það, látum það bíða vikutíma», sagði hinn
ástfangni hermaður, þungur á svipinn. »Jeg býzt
annars við, að mjer veiti ekki af þeim tíma til
þess að koma saman brjefi, sem boðlegt sje öðrum
eins engli». Hann kveikti á kerti og gekk til her-
bergis síns.
Majórinn andvarpaði, fór í sloppinn sinn og
gekk út í garðinn.
»Aumingja Friðrik», tautaði hann við sjálfan
sig í hálfum hljóðum og gekk spölkorn, ýmist fram