Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 13
Heilsufræðin nú á tímum.
171
hafa eptirlit á sölu á matföngum, slátrhúsum komið
upp sem voru undir umsjá yfirvalda, eptirlit haft
á verksmiðjuvinnu í þeim iðnaðargreinum, er þóttu
spilla heilsunni, og lög samin til þess að stytta
vinnutímann, og sem bönnuðu að hafa börn á
mjög ungum aldri við verksmiðjuvinnu. A þennan
hátt hafa Englendingar kippt mjög mörgu í lag
hjá sér ; en mikið vantar á, að hægt hafi orðið að
bæta úr því, er að hefir kallað, því það fer sívax-
anda. En allt um það hafa Englendingar svo
niargt reynt og tekið sér fraui um svo margt, að
allar aðrar þjóðir mega í þessum efnum taka sér
þá til fyrirmyndar. En næst Englendingum eru
það Prakkar, er þjóða mest hafa látið sér annt
Um þær framkvæmdir, er horfamætti til almennra
heilsubóta. Svo drjúgmælt varð Prökkum um
jafnrjetti manna í stjórnarbyltingunni miklu, og
svo vel rómaðist sú kenning meðal þeirra, er lítinn
eða engan rétt höfðu haft áðr, að það þarf ekki að
telja það neina furðu, þótt þeir manna fyrst að-
hylltust þá skoðun, að allir hefði jafnan rétt til
þess að njóta góðs af framförum menntunarinnar.
Hér urðu þ>jóðverjar nokkuð seinni á sér. En þó
hafa þeir að dæmi Englendinga með kappi og for-
sjá unnið að því, að efla heilsu almennings. Aptr
á móti er varla neitt unnið í þá átt á Eússlandi,
enda er þar ekki við góðu að búast, þar sem
læknafæð er svo mikil, að í sumum byggðarlögum
er varla einn læknir á 60,000 manns.
Vonir þær, er menn gjörðu sér urn góðan ár-
uugr af umbótum þessum, hafa ekki brugðizt.
Vfðsvegar á Englandi hefir sú orðið raunin á, að