Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 94
252
Sjálfs er höndin hollust.
ur við, er hann sá, að það var allur annar svipui'
á lieutenantinum en vant var.
nHeyrið þjer, majór», sagði hann, »mjer hefði
aldrei til hugar komið, að minnast á það, ef ekki
hefði staðið svona á; en — jeg bjargaði einu sinni
lífi yðar!»
»Já, það gerðirðu, drengur minn ! Guð blessi
þig fyrir það !» svaraði majórinn.
»Jeg ætlaði nú að biðja yður bónar í staðinn;
jeg gæti ekki nefnt það við nokkurn annan maun
í víðri veröld. jpað er ekki til neins að jeg sje að
reyna að skrifa henni; það verður allt af verra
og verra hjá mjer, því optar sem jeg reyni. |>ess
vegna kem jeg nú með bæn mína. Búið þjer nú
til uppkast handa mjer; svo skrifa jeg það upp.
Jeg ætla ekki að biðja hana að svara mjer sam-
stundis ; jeg ætla einungis að leggja hjarta mitt á
fótskör hennar; en þetta verður að gjöra svo kurt-
eislega og riddaralega sem framast er unnt, og —
jeg get ekki með nokkru móti fundið á því lagið.
Hafið þjer það öldungis eins og þjer munduð hafa
það fyrir sjálfan yður. Ætlið þjer nú að gjöra þetta
fyrir mig?»
Majórnum varð svo hverft við, að hann stóð
á öndinni; en rödd liins unga vinar hans og augna-
ráð var svo bænarlegt, að hann áttaði sig von bráð-
ar, og svaraði :
»Já, vinur minn, og það á sömu stundu».
*Nei, nei; borðið þjer morgunverðinn í næði,
það liggur ekki á því fyr en svona einhvern tíma
fyrir hádegið», sagði lieutenantinn, er majórinn stóð
upp. En majórinn þurfti að hafa einhverja ástæðu