Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 156
314
Kvæðí.
|>ví tak þú eptir ólmri og styggri hjörð
Og eptir folum ótömdum og ungum,
Hve dýr þau stökkva, baula,*gnýa og gneggja,
Af því að brennheitt blóðið í þeim svellur ;
En ef í svip þau heyra lúðurhljóm,
Ef einhver söngtónn snertir þeirra hlustir,
f>á sjáðu, strax þau standa í sömu sporum,
Og augun viltu horfa gæf og hógleg
Af sönglist sigruð. því er það, að skáldið
Lét Orfevs teyma eikur, björg og vatnsföll,
f>ví ekkert er svo staurslegt, stirt og þungfært,
Að sönglist geti ei snöggvast breytt þess eðli.
Hver maður, sem á enga sönglist innra
Og viknar ei af eining sætra tóna,
Er hneigður fyrir hrekki, svik og rán.
Hans anda starf er eins og nóttin þögult,
Hans fýsnir svartar eins og niflheims afgrunn,
Trúðu aldrei slíkum. — Taktu eptir söngnum.
(Porzía og Nerissa álengdar).
Porzía.
Sjá, þarna er ljós. Úr salnum mínum skín það.
Hve kertið smáa lýsir frá sér langt.
Svo ljómar dygð í syndum spiltri veröld.
Nerissa.
En ljósið sást ei meðan máninn skein.
Porz'ia.
Svo deyðir stærri dýrðin hina minni.
Með konungs ljóma skattlands stjóri skín,
Unz kemur sjálfur kóngurinn ; þá þver
Hans dýrðarskraut sem langt að runninn lækur
í úthaf tæmist. — Heyrðu þessa hljóma.
Nerissa.
Sú sönglist er í yðar eigin húsi.