Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 62
220
H. Trier:
fór eg fyrstur á fætur». Bæjarmenu höfðuýmugust
á Pestalozzi; bæði var það að hann var senaur af
stjórninni, sem allir hötuðust við, og var auk þess
ekki kaþólsku. Embættismenn, sem annars voru
honum og stjórninni hlynntir, létu það á sér skilja,
að þeir væru smeikir um, að þessi fyrirætlan mundi
naumast lánast, »þar sem Pestalozzi hefði tekið
upp á því að koma öllu í kring einn síns liðs,
nema hvað hann kynni af hafa styrk af börnunum,
og engin ráðaætlun gjörð um neitt». En Pesta-
lozzi kvaðst ekki þekkja neina ráðaætlan aðra en
þá, er blátt áfram lægi í því, að börnin hefðu trú
á því að hann vildi þeim vel; og hann vildi ekki
þekkja neina aðra. Að vísu þóttist hann opt í
vandræðum með að kljúfa fram úr erfiðleikunum,
þar sem þeir, er næstir stóðu, bæði misskildu hann
og létu hann kenna kala af sér ; en allt um það
taldi hann það víst, að áður en vorsólin hefði þítt
snjó af fjöllum, mundu menn ekki geta þekkt
börnin hans aptur; og að tveimur mánuðum liðn-
um skrifar hann svolátandi skýrslu til stjórnar-
innar : »Erfiðleikarnir við tilsögnina jafnframt öðr-
um störfum minnka dag frá degi; börnin venjast
smámsaman við reglusemi og ástundun».
Fyrst framan af voru þessir vesalingsflökku-
krakkar að smáveikjast, og sumum brá til síns
forna siðleysis; en það fór brátt af, og úr því lifðu
þau saman í svo miklum friði og samlyndi, og
sýndu hvert öðru svo mikla hjálpsemi, að teljast
mátti fágætt meðal systkina. Iíann settist undir
þau, strauk hrukkurnar af enninu á þeim og sagði
við þau: »Viljið þið nú ekki einhvern tíma, eins og