Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 34
192
Leo Tolstoj :
»Brjóstin eru þur, jeg hef á engu nærzt í dag«,
•sagði konan, en lagði samfc barnið á brjóst.
Marfceinn hristi höfuðið. Hann tók skál út úr
skápnum og ljefc á borðið. Síðan gekk hann að
ofninum, að sjá, hvað matnum liði. Súpan var
elduð, en graufcurinn ekki til fulls. Hann tók skál-
ina og fyllfci hana með súpu og ljet hana á borðið
með dálitlu brauði úr skápnum. Gamlan dúkræfil
■átti hann þar á snaga, lagði hann á borðið og sagði
við konuna:
»Seztu þarna við borðið og neyttu þess, sem
fram er borið, kona góð; jeg skal sitja með barnið
á meðan. Jeg hef sjálfur átt börn, og jeg skal
sýna þjer, að jeg er ekki svo slæm barnfóstra«.
Konan signdi sig og settist að matnum, en Mar-
teinn settist á rúmið hjá lifcla unganum. Hann
íreyndi fyrst að kjá framan í króann með munnin-
inum, en það gekk ekki vel, af því hann var orð-
inn tannlaus. Betur gekk honum þegar hann fór
að leika við barnið með sleikifingrinum. Hann
sneri honum eins og hjóli fyrir augunum á barn-
inu og stakk honum síðan úr háa lopti upp
í það. þegar hann hafði þetta gjört nokkr-
um sinnum, fór barnið að festa augun á fingr-
inum, og bera munninn eptir honum, en það
fjekk ekki að hafa fingurinn upp í sjer; hann var
svo svartur og ljótur. Barnið fór að verða rólegra
og enda að brosa, og Marteinn gamli rjeð sjer
ekki fyrir gleði. Á meðan sat móðirin við borðið
■og mataðist, og sagði um leið deili á sjer og hvað-
an hún kom.
»Maðurinn minn er hermaður«, sagði hún. »Jeg