Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 41
Guð er kærleikur.
199
leið og Marteinn opnaði testamentið, fór hann
aptur að hugsa um drauminn, og þá fannst hon-
um að einhver væri fyrir aptan sig. Hann leit
við og sá ekki betur, en að einhver stæði iiti í
skotinu við dyrnar, þó að hann bæri ekki kennsl
á hver það væri. Eins og kvöldinu áður heyrir
hann hvíslað í eyra sjer:
»Marteinn, Marteinn! þekkir þú mig ekki apt-
ur ?«
»Hver á það að vera?«, sagði Marteinn.
»þekkirðu ekki mig?«, sagði raustin. »það er
jeg«.
Og um leið kom Stephanits út úr skotinu með
bros á vörunum, og leið burtu eins og reykur.
»Og það er jeg«, sagði önnur raust, og út irr
skotinu kom konan með barnið. Konan brosti og
barnið hló, og þau hurfu á sömu leið.
»Og það er jeg«, sagði þriðja raustin. það var
konan og drengurinn með eplið. Bæði brostu o
hurfu honum sjónum eins og hin.
Marteinn varð svo hjartanlega glaður. Hann
signdi sig, setti upp gleraugun og leit í opnuna,
sem hann hafði dottið niður á. Efst á síðunni las
hann:
»Hungraður var eg og þjer gáfuð mjer að eta,
þyrstur var eg og þjer gáfuð mjer að drekka,
gestur var eg og þjer hýstuð mig«.
Og neðar á sömu síðu kom hann að orðunum:
»það sem þjer gjörið við einn af þessum minnstu
bræðrum mínum, það hafið þjer mjer gjört«.
Og Marteini skildist, að draumur hans var