Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 24
182
Leo Tolstoj:
sturlaður af því, að þú vilt bara lifa fyrir sjálfan
þig og hafa ánægju af lífinu«.
»Til hvers er lífið annars ?« spurði Marteinn.
»Maður á að lifa guði til geðs«, sagði gamli mað-
urinn. Guð hefur gefið þjer lífið, og þess vegna
átt þú að lifa svo honum llki. þcgar þjer lærist
það, þá ert þú laus við áliyggjur og sorgir, og allt
finnst þjer ljettbært úr því«.
Marteinn þagði um stund, og mælti síðan :
»En hvernig á maður að fara að þvi að lifa svo
guði líki ?«.
Gamli maðurinn svaraði :
njpú spyr, hvernig maður eigi að lifa svo guði
líki. Kristur hefir kennt okkur það. Jpú ert læs á
bók; kauptu þjer nýjatestamentið og lestu í því.
5?ar sjerðu, hvernig maður á að lifa guði velþókn-
anlega. það stendur allt saman í því«.
Marteinn hugsaði mikið um þetta, og sama dag-
inn fór hann og keypti nýjatestamenti, með stóru
letri, til þess að láta það eigi dragast að fylgja
ráði vinar síns.
I fyrstunni ætlaði hann sjer ekki að lesa í bók-
jnni nema á helgum dögum, en úr því hann var
byrjaður á því, fjekk það honum svo mikils unað-
ar, að það leið ekki sá dagur, að hann læsi ekki
í henni. Stundum var hann svo sokkinn niður í
lesturinn, að hann gáði einskis fyr en hann sat í
myrkrinu við útbrunninn lampann. Hann las á
hverju kvöldi í testamentinu, og því meira sem
hann las, því betur skildi hann, til hvers guð ætl-
aðist af honum, og hvernig maður gæti lifað svo
guði líkaði. jþað var eins og steini væri Ijett af