Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 112
270 H. Höffding:
V.
Eitt af því, sem ekki livað sízt einkenmr Só-
krates, er sú frábæra stilling, stjórn á sjálfum sér,
er hann sýnir, hvernig sem á stendur. Hann er
andlega frjáls, og lætur engan hlut fá vald yfir
sér; en þó er hann ekki svo hræddur um sjálfan
sig, að hann bindist allra nautna, eða sneiði sig
hjá að taka þátt í lífinu umhverfis hann. þess er
áður getið, að hann var allra manna herknastur
og einnig sparneytnastur. Hann gat að vísu kom-
izt af með lítið, og hann var þeirrar trúar, að
maður stæði því nær guðdóminum, sein maður hefði
færri þarfir; en allt um það gat hann, ef honum
bauð svo við að horfa, drukkið alla í rot, þá er
með honum voru, og þótt hann hefði vakað alla
nóttina, gat hann daginn eptir gegnt sínum vana-
störfum. Honum var það gefið, að geta láta gam-
an og fyllstu alvöru vera samferða. Landar hans
sögðu, að hann væri það sem vér mundum kalla
ólíkindatól (srpcovsvuxóc). Bak við gaman hans og
ertni, þó um lítilfjörleg efni væri að ræða, lá al-
varleg hugsun. þ>að er efunarlaust, að hann hefir
ekki getað áunnið sér þennan mikla andlega styrk,
nema fyrir stríð og baráttu. En vér viturn ekkert
um þroskaskeið hans á yngri árum hans. þegar
vér fyrst fórurn að hafa sögur af honum, þá var
hann fullþroskaður, var orðinn það sem hann var.
Að eins á einum stað er gefin bending um það, að
hann hafi búið yfir sterkum og brennandi ástríðum,
sem hann þurfti að sefa og kefja niður.
Hvergi lýsir hjartans alúð Sókratesar sér jafn-
glögglega sem í því, hvernig hann var vinum sín-