Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 108
H. Höfiiling :
266
Jprátt fyrir allt þetta var hann hinn lýðhollasti
maðar. Hann var ekki eins og aðrir lanclar hans
í því, að fyrirlíta vinnubrögð, ogtelja þau frjálsum
mönnum ósætnandi; hann var sparnaðarmaður hinn
mesti og að öllu sundurgerðarlaus, eins og óbreytt-
ur múgamaður. Allir, jafnt fátækir og ríkir, um-
komulitlir menn og mikilsháttar, áttu kost á því,
að taka þátt í viðræðunum við hann. það eitt
með öðru er ljósastur vottur þess, hversu marg-
hæfur þessi merkilegi maður var, og hve frásneidd-
ur hann var öllum einstrengingsskap, að hjá hon-
um var frjáls rannsókn samfara lotningunni fyrir
því, sem hafði á sér forna helgi, og einlæg lýð-
valdshollusta samfara sannfæringunni um það, að
þeir ætti einir að ráða, er bezt vita. þetta þarf
nú að vísu eigi að koma f bága hvað við annað ;
en í bága berst, þegar þeir, er bezt vita, þeir, er
bæði hafa vitsmuni og menntun, vilja gerast stétt
út af fyrir sig með vissum forréttindum, og geta
naumast sætt sig við, að vera taldir með öðrum al-
menningi, og því síður geta áunnið sér ást hans og
traust.
Tvisvar siunum gafst Sókrates færi á, að sýna
löghlýðni sína, og hætti hann lífi sínu í hvoru-
tveggja skiptið.—Bptir sigur þann, er floti Aþenu-
borgarmanna hafði unnið við Argínússa-eyjar, var
kæra hafin á hendur fyrirliðum flotans, og voru
þeir 16, fyrir það, að þeir hefðu ekki hirt um að
slæða upp þá, er fallið höfðu utanborðs af þeim,
er í orustunni féllu, að þeir, eins og aðrir, mætti
fá sæmilega greptrun. Heimtuðu ættingjar ogvinir
hiuna föllnu hefnd fyrir þetta, sem þeir töldu liróp-