Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 47
Hinrik Pestalozzi.
205
ingur í haun. Hann þurfti aldrei til þess að taka,
að ráða fram ur neinu sjálfur, og neyta skynsemi
sinnar. Sí og æ hljóp hann á sig, og varð fyrir
ýmsum blekkingum; en það gleymdist óðara, því
hann var enginn áliyggjumaður. í skólatímum
sínum sat hann stundum eins og utan við sig með
hugann út um alla heima og geima, nema eitthvað
það væri um að vera, er hrifið gæti tilfinningu
hans. Aldrei komst hann upp á það að skrifa vel,
eða stafa rétt, en allt um það gat haun þýtt ræðu
eptir grískan mælskumann með þeim eldhuga mælsk-
Unnar, að þýðing hans bar af annari, er kennari
hans hafði látið prenta. IJm sjálfan sig segir
hann: »Jeg ímyndaði mér, að allir væri sjálfsagt
einsmeinlausiroghrekkjalausirog jeg, og þess vegna
hefi jeg frá blautu barnsbeini verið ginningafífl
hvers þess, sem hefir viljað hafa sig til þess að
leika á mig. Hann var lang-ólagnastur og klaufa-
legastur af öllum skólapiltunum, og mátti því sæta
sífeldu strfði og ertingum—þeir kölluðu hann Hin-
rik ánalega úr Álfheimum—; en öllum var þó vel
við hann fyrir það, hvað liann var lijartagóður og
greiðvikinn, en enginn gat gengizt fyrir útlitinu,
því hann var ófríður sýnum, óþverralegur og ó-
þrifinn.
Frá því liann var á 9. árinu fór hann opt í
skólaleyfunum upp í sveit kynnisferðir til föðurafa
síns, sem var gamall prestur og samvizkusamur,
og gjörkunnugur ástandinu á hverju heimili í
söfnuði sínum, því hann bókaði allt hvenær sem
hann húsvitjaði. í þorpinu, sem kirkjan var í og 1
grennd við það, voru baðmullarspunahús og vefjar-