Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 31
Guð er kærleikur.
189
»Eitthvað hef jeg heyrt um ]pað«, sagði Stepan-
its, »en jeg og mínir líkar eru ekki læsir«.
»Jeg var þá að lesa söguna um drottin, þegar
hann kemur til faríseans, sem var nógu ríkur, en
tók þó ekki vel á móti honum. Um þetta var
jeg að hugsa, vinur minn, í gærkvöld, að svona
getur það farið, að herra vorum og frelsara er
ekki tekið sem skyldi. Ekki veit jeg hvað maður
hefði reynt til að taka honum vel, hefði hann
komið til mín, en faríseanuin fórst það svona.
þessu var jeg að velta fyrir mjer, og þá sótti á
ínig svefn, og jeg fæ mjer dálítinn dúr í stólnum,
og þá heyri jeg að einhver kallar á mig með nafni;
við það hrökk jeg upp og þá er eins og hvíslað
Væri rjett við eyrað á mjer: »Bíddu mín á morg-
un«. jpetta heyrði jeg tvisvar. Jeg get ekki gleymt
þessu, og þó að jeg viti, hvaða heimska það er, þá
er jeg sannast að segja að bíða eptir því, aðherra
vor og frelsari kunni að koma«.
/Stepanits hristi höfuðið, en sagði ekkert; hann
drakk út úr bollanum sínum og lagði hann á hlið-
ina í undirskálina. jpað var auðsjeð, að hann ætl-
aðist ekki til að fá meira, en Marteinn reisti þó
kollann við, fyllti hann og sagði:
nDrekktu, vinur minn, jeg sje ekki eptir því«.
Og svo hvarf hann aptur að umtalsefninu. »Jeg
er líka að hugsa um það, hvað drottinn vor og
trelsari var lítillátur, þegar hann gekk um kring
ú jörðunni. Hann þóttist ekki ofgóður að koma
td smælingjanna, og lærisveinarnir voru flestir eins
°g við og okkar líkar; þeir voru áður rjettir og
sljettir erfiðismenn og syndugir, rjett eins og þú