Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 140
298 C. de Varigny:
sco, það var hin almenna spilling meðal embættis-
manna, kjósenda og þeirra, sem skiptu sjer af
landsins gagni og nauðsynjum. I stað gullnem-
anna gömlu voru komnir lítt vandaðir þjóðmála-
skúmar, málfærslumenn, sem ekkert höfðu að gera,
blaðamenn, sem enga lesendur höfðu, — ýmislegt
rusl af lakari endanum, er hafði fengið á sig óorð
í Washington, New-York og Boston, en nenntu
ekki að leggja á sig líkamlega vinnu, og vildu held-
ur koma sjer á framfæri með vjelum og tálbrögð-
um, og bera sig að ná í hálaunuð embætti. I
slíkra manna höndum var lögreglan máttvana, eng-
in virðing fyrir yfirvöldunum og landstjórnin í litl-
um metum. A tímabilinu frá 1849—1856 voru
framin þar meira en þúsund lauumorð. Almenningi
var fullkunnugt um morðingjana og brennuvarg-
ana. fað kvað jafnvel svo rammt að, að þeir
stærðu sig af hreystiverkum sínum ; þeir þóttust
öruggir, með því kosningar til embætta gengu eins
og þeir vildu vera láta, bæði sökum ótta þess, er
almenningi stóð af þeim, og fyrir bíræfni fylgis-
manna þeirra. Lögreglumenn voru verkfæri í
höndum kosningaprangara og atkvæðasmala ; ann-
ars voru þeir afskiptalausir og sátu kyrrir hjá,
hvaða óhæfa sem frainin var, og þágu laun af bóf-
unum og illvirkjunum til þess að látast af engu
vita, og amast ekki við neinu, sem þeir höfðu fyrir
stafni.
Ymsir hinir betri menn reyndu til að afstýra
þessum ófögnuði. En það var árangurslaust. Hinir
höfðu svo öflug samtök sín á milli og rígbundinn
fjelagsskap, og rjeðu öllum kosningum og embætta-