Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 86
244 Sj álfs er hönclin hollust.
hann kynnast þeim; þær voru mjög á ýmsum aldri
og mjög misfríðar.
Hinum unga hermanni sárleiddist þetta; und-
ir eins og honum gafst færi á, flýði hann, til þess
að komast aptur til húsmóðurinnar. Rjett á eptir,
er hún leit við til að svara öðrum manni, var þrifið
í hönd lieutenantinum, og hann leiddur út. Boðs-
fólkið sat allt enn í kyrð og spekt, svo majórinn
hafði tóm til að tala um fyrir lieutenantinum.
Hann tók nú að ganga um gólf úti fyrir og leiddi
lieutenantinn.
»Heyrðu, vinur minn, þú hegðar þér eins og
kjáni.a
»Hvaða vitleysa, majór«, svaraði hinn ungi
maður, og var auðsjeð að honum fjell þetta illa.
oHvernig getið þjer ætlazt til, að jeg geti fengið af
mjer að vera allt kvöldið að masa við þessar skepn-
ur skaparans?«
»Jeg ætlast heldur ekki til að þú skulir gera
það, Friðrik; en þó þig ekki fýsi að spjalla mikið
við þær, ættirðu samt að vera vingjarnlegur og
skemmtinn. þú dregur þig alit of mikið eptir frú
Wittleday.«
»En í allra heilagra nafni !« mælti lieutenant-
inn, og var mikið niðri fyrir, nhvernig er annað
hægt ? Hún er öldungis töfrandi!«
»þetta lízt fleirum enn þjer — mjer sjálfum
jafnvel líka—, en þeir gera það þó ekki eins greini-
lega eins og þú, og það eins ókunnug og þið eruð
hvort öðru. J>ú mátt til með að stilla þig. þú
sjer prýðiiega; farðu nú inn, seztu niður og vertu
vingjarnlegur við einhverja af rosknu konunum;