Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 149
Um auðæfi.
307
var Mazarin kardínáli, æðsti ráðgjafi á Frakklandi
1641—1661; Voltaire segir, að hann hafi átt um
200 milj. franka eptir peningaverði þá, eða 140
milj kr. Ekki komst hann samt í hálfkvisti við
Potemkin fursta , vildarmann Katrínar annarar
Rússadrottningar, á 18. öld ofanverðri, enda var
hann allra manna ágjarnastur. Hann var og jafn-
framt hinn mesti sóunarseggur, svo munaðargjarrt
og skrautgjarn, að líkast var því sem segir í þús-
und og einni nótt, og þó hafði honum tekizt að
safna á einum 16 árum 90 milj. silfurrúfla eða hjer
um bil 290 rnilj. kr.
Fyrir hjer um bil rúmum 100 árum voru þessir
mestir auðmenn hjer í álfu, og höfðu í árstekjur
það sem nú skal greina :
Arstekjur.
Tseheremetewgreifi....................4,500,000 kr.
Prinzinn af Conde (á Frakklandi) ...3,400,000 —
Lubomirski furati .................1,780,000 —
Markgreifinn af Spinola ...........1,600,000 —
Radzivil fursti.......................1,440,000 —
Hertoginn af Medina-Sidonia .......1,280,000 —
Czernischew greifi ................1,200,000 —
Hertoginn af Orleans..............1,100,000 —
Hertoginn af Bedford..............1,000,000 —
Hertoginn af Norðymbralandi........ 800,000 —
Hertoginn af Devonshire ........... 720,000 —
Hertoginn af Marlborough .......... 720,000 —
Spencer lávarður....................... 550,000 —
Shelburne greifi ................... 450,000 —
Fitzwilliam lávarður ............... 450,000 —
20*