Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 93
Sjálfs er liöndin hollust.
251
örvæntingar- og hugsýkislög; hann var til fara
eins og ástfangnum, vondaufum yngismönnum er
títt : snöggklæddur, vestið flakandi, hárið úfið.
Majórinn kvartaði — og það nokkuð opt af
manni, sem liafði verið árum saman 1 hernaði —
Um súg frá gluggunum, sem sneru að höfuðbólinu;
hann lauk þeim líka sjaldan upp; á þaun hátt
hlífði liann frú Wittleday við þeim leiðindum, sem
hún aunars mundi hafa liaft af því, að verða að
heyra til hljóðpípunnar.
Majórinn gat annars ekki á heilum sjer tekið,
hvort sem hurðum og gluggum var lokað eða ekki.
jþað var einungis einn atburður, alla þessa viku,
sem varð honum að gleðiefni, en það var sá, að
þjónn hans eina sinni velti um koll borði og
braut um leið hljóðpípuna.
það fór nú loksins að líða á vikuna. Majór-
inn hafði á allar lundir leitazt við að leiða huga
hins unga manns frá því, sem hann var að hugsa
Um nótt og dag. Hann hafði sagt honum sögur,
sungið fjörugar hermannavísur, talað um hernað-
aríþrótt ; hann hafði jafnvel stungið upp á, að þeir
skyldu ferðast um norðurálfuna, þvert og endi-
langt, og lýsti þeirri ferð fyrirfram svo glæsilega,
að hann varð sjálfur hrifinn af; kostnað allan við
þá ferð ætlaði hann að borga. Bn það kom fyrir
ekki. Hinn ungi vinurhans var allt af jafnástfang-
mn og jafneinþykkur.
Svona gekk það þangað til síðasta dag vik-
unnar. þegar þeir fjelagar þann dag settust að
morgunverði, varð majórinn bæði forviða og glaður