Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 117
Sókrates.
275
er kominn frá honum, læt eg ginnast af virðingum
almennings».
Langfrægastur allra lærisveina Sókratesar var
Plató, einn hinn mesti og göfugasti spekingur í
fornöld, og má rekja þau áhrif, er hann liefir haft
á framfarir alls andlegs lífs, allt fram á vora daga.
þ>ar sem hann var, má segja, að Sókrates hafi vak-
ið upp mann, sem var afbragð allra annara að
hugarflugi og sjálfstæði hugsunarinnar. Bn það
voru einnig fjöldamargir aðrir menn af ýmsum
stéttum, meira og minna kunnir, er af viðræðum
Sókratesar leiddust á ýmsa vegu, og fengu af þeirn
hvatir, er síðan réðu lífsstefnu þeirra.
VII.
Sókrates þóttist mega ganga að því vísu — og
því hagaði hann tilsögn sinni eins og hann gerði
— að innra með hverjum manni felist kjarni, sem
að þurfi að komast, hulin þrá eptir sannleikanum,
sem ekki þurfi annað en vekja; en hins vegar
höndli maður með þeim einum kosti sannleikann,
að maður hafi sjálfur fyrir því, að grafast eptir
honum. Hann gerði ef til vill meira úr því, hvað
mikilsvert er, að skýra skilninginn, en vér mund-
um gera. Bf inenn að eins vissu það, sem rétt
væri, taldi hann víst, að menn einnig muudu gera
það. En þar sem hann talar um að vita, þá skil-
ur hann við það ekki eingöngu vitneskjuna, heldur
lifandi viðkönnun, er hafi gagntekið alla veru
mannsins, svo að engar aðrar hugsanir komist að.
Eptir skoðun Sókrates stafar öll synd af andlegum
18*