Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 134
292
C. de Varigny:
kunnar-vel og með svo mikilli viðhöfn, er þær stigu
þar fyrst fæti á Iand, að kynlegt mundi þykja
þeim, er því eru ókunnugir, hversu rnikils Vestur-
heimsmenn virða siðprúðar konur, en af þeim hafði
áður verið að kalla má gjörsnautt í borginni. það
var svo árið eptir, 1851, að sæÍRt einhver af þeim
á gangi úti, þá tóku allir ofan fyrir henni, þótt
ljelega væri búin. Hvað mikil ys og mannþröng
sem var í Montgomery-Street, höfuðgötu bæjarins,
og hvað mikill kliður sem þar var og háreysti, á
öllum tungumálum, þá þurfti ekki annað en að
einhver kallaði upp á ensku: »Hjer er kona á
ferð», — þá tóku allir ofan og allt varð kyrrt og
hljótt. Hin eina göngustjett í götunni, þar sem
rjett áður hafði verið krökt af mönnum, sem rudd-
ust hver um annan þveran, varð allt í einu al-
auð, til þess að rýma fyrir einni »móður, konu
eða meyjun, er rifjaði upp fyrir öllum þessum
karlmannasæg minningu þeirrar móður, konu eða
systur, er þeir höfðu yíirgefið. Sá mátti vara sig,
sem ljet sjer þá ósvinnu í hug koma, að taka ekki
ofan eða að sýna hina minnstu óhæversku, þótt
eigi væri nema með augnaráðinu einu saman,
er kvennmaðurinn gekk fram hjá, hálfffeimin og
hrærð af lotningu þeirri, er henni var sýnd. Sá
hefði fengið þokkalega útreið, er brydda hefði látið
Á einhverju þess háttar. Slíkt bar aldrei við. |>að
var ekki til sá bófi eða drösulmenni meðal gull-
nemanna, að hann lyti eigi því, er allir aðrir báru ‘
lotningu fyrir.
Aður en konur kornu til San Francisco, var borgin
■ekki annað en herbúðir óaldarseggja. Svona hefir