Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 61
Hinrik Pestalozzi.
219
á litarhátt, skæld í framan, augun á flótta, ennið
í linyklum, sum blygðunarlaus og spillt, vön því að
lifa á sníkjum og bónbjörgum, sum orðin kjarklaus
og tortryggin, sum kveifaraleg og beimtufrek, öll
löt og fáfróð, og því alveg óvön að beita andlegum
og líkamlegum kröptum sínum, og tæplega tíunda
hvert af þeim þekkti staiina; þannig lýsir Pestalozzi
börnunum, sem bann átti að fást við. En hann
treysti manneðlinu, er lægi á botninum hjá þeim,
þrátt fyrir alla spillingu þeirra, og hann þóttist
viss um það, að bann gæti baft uppi á því með
því að búa saman við börnin á líkan hátt og for-
eldrar búa saman við börn sín heima fyrir. »Frá
því fyrst á morgnana og þangað til seinast á kvöld-
in ætlaði eg að láta börnin mín sjá það framan í
mjer, að þau voru mér eins og hjartgróin, að eg
lét til mín taka allt það, er var þeirn til yndis
eða ánægju. Eg var allan guðslangan daginn því
nær einn á meðal þeirra. Allt það sem þau þágu
&f góðu, hvort það var heldur til sálar eða líkama,
kom frá minni hendi. Hver hjálp og aðstoð og
bver tilsögn, sem þau fengu, kom beinlínis frá mér.
Hönd mín lá í hendi þeirra, augu mín horfðu í
augu þeirra. Eg grét með þeim og eg brosti með
þeim. þau voru út úr heiminum, þau voru út úr
Stanz, þau voru hjá mér, og eg var hjá þeim.
Matur þeirra og drykkur var minn matur og drykkur.
Eg hafði ekkert, ekkert heimilisfólk, enga vini,
nnga liðsmenn lijá mér ; eg hafði ekkert nema þau.
í>egar þau voru heilbrigð, var eg mitt á meðal
þeirra, þegar þau voru veik, sat eg hjá þeim. A3
kveldinu fór eg seinastur að hátta, að morgninum