Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 98
2B6
Sjálfs er höndin hollust.
veginn svo skringilegur í framan, og rjett eins og
hann vissi ekki hvaðan á sig stæði veðrið.
#En, í herrans nafni og fjörutíu, hvern þrem-
ilinn hefurðu skrifað henni frú Wittleday ?» hróp-
aði majórinn loksins, með þeirri heljar rödd, að
lieutenantinn spratt upp við, og stóð þar eins og
ungur dáti, sem í fyrsta sinn á að fá ofaní-
gjöf-
»Einmitt það, sem þjer fenguð mjer», sagði hinn
ungi maður forviða.
»Lofaðu mjer að sjá það sem jeg skrifaði», sagði
majórinn.
Lieutenantinn lauk upp skiiffu, tók þar upp
blað, leit á það, kreysti það saman í lófa sínum
og æpti :
»Og helvízkur bjáninn, jeg ! jeg hef sent henni
uppkastið yðar; þetta er brjefið mitt».
»Og frúin hjelt að brjefið væri frá mjer, og
hefir tekið mjer», sagði majórinn, sem naumast gat
komið orðunum upp fyrir geðshræringu.
Friðrik var aumlegur ásýndum; hann varð
fölur sem nár, og staulaðist að einhverjum stóln-
um. Majórinn vjek sjer að honum til þess að
hughreysta hann ; en þó hann sárkenndi í brjóst
um veslings Dayson, ljómaði samt andlit hans af
þvílíkri unun, að hann þorði ekki að láta lieuten-
antinn sjá framan í sig; hann gekk þá að baki
honum, og lagði hönd sína á öxl honum.
»Æ, majór», sagði hinn ungi maður, »eruð þjer
nú öldungis viss um, að yður ekki skjátlist ?»
»f>arna er brjefið hennar, vinur minn; þú get-
ur sjálfur sjeð það».