Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 105
Sókrates.
263
er sagfc, að einu siuni liafi hún rokið upp á Sókrates
ufci á torgi og þar rifið liann úr yfirhöfninni. Annars
tók Sókrates ávallt vonzkunni í henni með mestu still-
ingu, en þó er ekki fyrir að vita, nema það hafi frem-
Ur orðið til þess að espa hana en blíðka. Einu sinni
Var hún búin að ausa yfir hann dómadagskömmum,
og steypti þar á ofan yfir hann vatni; þá varð hon-
um þetta eitt að orði: »þ>að mátti svo sem búast við
því, að það kœmi regn hjá henni Xantippu ofan
á allar þrumurnar úr henni.« Hvernig Sókrates
skoðaði hjóuabandið — og annars Grikkir almennt
— má marka af þessum orðum hans. Ungur
tnaður, vinur hans, var að fárast út af þvf, að það
væri óþolandi að heyra rifrildið úr henni Xantippu.
Sókrates sagði: »þykir þór þá óþolandi gargið í
gæsunum ?« Vinur hans sagði : »Svo er víst; en
eg fæ undan þeim egg og kjúklinga.« »Já, og eg
fæ börn undan henni Xantippu«, sagði Sókrates.
Á öðrum stað víkur Sókrates svo til orðs, að á því
má marka, að hann telur sér lærast það, að
stilla geð sitt, og þekkja betur á menn, við það
að búa við Xantippu : »J>egar reiðmennirnir geta
vel ráðið við ólmustu hestana, þá verður þeim
hægðarleikur að eiga við hina; og ef eg get kom-
izt af við hana Xantippu, þá á eg að geta látið
mér semja við aðra.«
Sókrates sýndi vinum sínum, þeim er urðu
honum handgengnir, miklu meiri alúð og ástúð en
konunni. jpegar komið var að lífiáti hans, lét
hann leiða liana frá sér, til þess á dauðastundu sinni
að vera í hóp þeirra manna, er í andlegum skiln-
mgi voru honum nákomnastir.