Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 18
176
Heilsufræðin nú á tímum.
hin illkynjaða sárasótt er að heita má alveg horfin
úr sjúkrahvisunum.
Síðustu 15 árin hefir öll sáragræðsla mestmegnis
gengið út á það, að verja því að aðrir kvillar slægju
sér að.
Nú á dögum eru allar stórborgir í flestum lönd-
um gjörræstar, þannig að burt má veita öllum ó-
hreinindum, frá húsum og verksmiðjum, og hverj-
um öðrum óþverra er til kann að falla. En skil-
yrðið fyrir því að þetta megi takast, er það, að
halli fáist nógr á ræsin, og að nógr sé vatnskostr;
úr liverju hiisi fyrir sig liggr renna, sem kalla má
húsræsið, út í stærra ræsi, sem liggr eptir miðju
strætinu; þessi húsræsi eru að öllum jafnaði pípur
úr hrenndum leiri; strætaræsin geta einnig næst
upptökunum verið stærri leirpípur, en þegar þau
taka að lengjast eru þau að jafnaði hlaðin vxr
tígulsteinum og eru þá sporöskjulöguð að þvermáli,
og fara sívíkkandi eptir því sem þau lengjast —
og verða 2, 3, 4 fet að þvermáli og þaðan af
stærri. þegar nú mörg slík ræsi koma saman —
og þetta hlýtr mjög víða að koma fyrir í stórborg-
unum,— þá vérða úr þeim undirgöng æði breið og
há; þaunig eru meginræsin í París svo stór, að
fara má eptir þeirn á smám hátum, og þó eru
beggja vegna við þau mjó göng fyrir menn þá, er
skipaðir eru til þess að ræsta fram ræsi þessi.
|>að er auðvitað mál, að ræsin 1 stórborgunum
hljóta að vera aftaka löng. f>ó tekr út yfir um
lengdina á ræsunum í Lundúnaborg, sem og við
má búast um aðra eins stórborg, þar sem fólks-
fjöldi er orðinn rúmar 4 miljónir, og ekki að því