Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 6
164
Heilsufræðin nú á tímum.
boði lengi vel fram eptir; en nú hin síðari ár er
eins og hafi dregið úr áhuga manna á því að hafa
við þessa nauðsynlegu varúð, og væri illfc til þess
að vita, ef menn fyrir vangeymslu á því gæti leitt
yfir sig og sína einhverja hina skæðustu plágu. A
þessari öld hefir stórum sorfið að holdsveikinni,
svo að það má heita, að hún sé alveg horfin úr
sumum bygðarlögum bessa lands, og er það sjálf-
sagt mikið að þakka því, að nú er fyrir aukna garð-
yrkju og talsverðar framfarir í þrifnaði viðurværi
allt og aðbúnaðr orðinn talsvert skárri en áðr;
hafa læknar vorir, hvorir fram af öðrum,átt góðan
hlut að því, að þetta mætti verða, með hugvekjum
sínum og leiðbeiningum við menn um lifnaðarháttu,
fremr en fyrir beinar lækningatilraunir. Af almenn-
um ráðstöfunum til þess að efla almenningsheilsu
máþátelja heillavænlegasta á þessari öld, að lækna-
skóli var stofnaðr hér á landi, og sjúkrahúsi kom-
ið upp í Reykjavík samhliða honum; áttu þeir
Jón Guðmundsson, Jón Sigurðsson og Jón Hjalta-
lín beztan þátt í því að það á vannst, að læknaskól-
anum var koiuið á stofn, en Dr. med. Jónasi
Jónassen fremstum manna mun það að þakka, að
sjúkrahúsið komst á. það hlýtr og að teljast sómi al-
þingis, aðþað hefir svoörlátlega,sem föng hafafremst
verið á, veitt fé til þess að launa héraðslæknum í
svo mörgum læknaumdæmum, að nú er þó ekki
hægt að segja, að neitt stórhérað sé alveg læknis-
laust; aptr mun óvíða vera til þess að taka, að
ljúka þurfi sérlegu lofsorði á sveitastjórnir eða
bæjastjórnir fyrir þær ráðstafanir, er þær liafi gert
til þess að hlynna að þyí að tryggja heilsu almenn-