Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 111
Sókrates.
269
af lærisveinum lians : »því flestir menn hyggja, að
sumt só það, er guðin viti, aptur viti þau ekki
sumt; en Sókrates hafði þá trú, að guðin vissi
allt, bæði allt það, er menn tala, og allt það, er
rnenn aðliafast, og allt það er menn hyggja á með
sjálfum 3Ór». jpess var áður getið, að hann þóttist
hafa fengið köllun sína að tilvísun guðs. Og hann
var sannfærður um það, að hið innra með honum
léti guðdómleg rödd til sín heyra, og varaði hann
við, ef hann ætlaði að gjöra eitthvað, er mundi
verða honum til tjóns, annaðhvort í líkamlegum
eða andlegum efnum. jpar sem þessi rödd ekki
gjörði vart við sig, þar hélt hann áfram öruggur,
þess fullviss, að hverjú svo sem fram yndi, þá yrði
það honum fyrir beztu. Annars voru hugmyndir
hans í trúarefnum í litlu frábrugðnar þeim, sem ai-
gengar voru meðal Grikkja á.hans öld, öðru en því,
að hann trúði á einn guð öllum guðuin æðri, og
undir honum stæðu svo hin guðin. I því heldur
hann fram sömu-stefnunni, er komið hafði frarn
hjá sumum spekingum og skáldum Grikkja, erfyrr
voru, og hafði lýst sér í því, að þeir vildu hreinsa
fjölgyðistrúna og koma inn háleitari hugmyndum
um guðdóminn. Annars vildi hann sem minnst
eiga við guðfræðislegar rannsóknir, því hann áleit
að allt slíkt yfirstigi mannlegan skilning. Honum
fannst auk þess, að mennirnir hefðu nóg verkefui
fyrir höndum, ef þeir ætti að komast í skilning
um það, sem mennina snertir — og að meðan
menn eigi þekkti sjálfa sig, þá væri bezt að láta
þessi háleitu og mönnum fjarstæðu efni eiga sig.