Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 39
Guð er kærleikur. 197
að fá þá ráðningu, að hann hefði munað eptir því
í heila viku«.
»Hægan, hægan, kona góð«, sagði Marteinn.
»Svona hugsum við mennirnir, en guð lítur öðru-
vísi á það. Ef snáðinn sá arna á skilið að verða
flengdur fyrir eitt epli, hvað skyldum við þá eiga
skilið fyrir allar okkar syndir?«
Gamla konan sagði ekkert við því.
Marteinn sagði henni siðan dæmisöguna um kon-
unginn, sem gaf þjóni sínum upp alla skuldina, en
sem á eptir tók fyrir kverkar á samþjóni sínum
fyrir margfalt minni skuld. Konan hlustaði á
hann og drengurinn engu síður.
»Guð vill að við fyrirgefum«, sagði Marteinn að
lokum, »og ef við gjörum það ekki, þá vill hann
heldur ekki fyrirgefa okkur«.
Gamla konan hristi höfuðið, stundi við og mælti:
»j?etta er aldrei nema satt; en þessir strákar eru
orðnir svo pöróttir, að það er ósköp að vita til
þess«.
»þá verðum við, gamla fólkið, að leiða þá
á rjettan veg«, sagði Marteinn.
»Er jeg ekki allt af að segja það«, sagði konan;
»jeg héf sjálf átt sjö börn. Nú á jeg ekki eptir
Qema eina dótur«.
Síðan sagði hún allt af ljetta, hvar hún bjó og
flóttir hennar, og hvað barnabörnin hennar væru
ttörg. »Jeg er nú orðin liðljett, en reyni þó að
gjöra það sem jeg get. þ>að kemur þá líka þeim til
góðs, blessuðum aumingjunum litlu. þau eru líka
8vo góð í sjer. |>að er nú bezta ánægjan mín í
lífinu. Hún Aksjútka litla má aldrei af mjer sjá.