Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 146
304
C. de Varigny:
allri mótspyrnu eytt, og glæpameun búnir að fá
sín makleg málagjöld, og friður og kyrð komin á.
|>á afrjeð nefndin að leggja niður völdin.
Hún gjörði það 1S. ágúst. Borgin var öll
fagurlega prýdd með fánum og blómskrúði. Nefnd-
armenn, 29 saman, gengu gegnum borgina, og
fylgdi þeim allt herlið þeirra, 5,137 sjálfboðaliðar,
þrjár sveitir stórskotaliðs og 18 fallbyssur, en fagn-
aðaróp kváðu við meðal borgarmúgsins, er skipaði
sjer eptir stjettunum beggja vegna. Kvennfólk
stóð í gluggunum, og klappaði lof í lófa. Sama
kvöld var upp fost á götuhornum kveðjuskjal frá
nefndinni til liðsins; var liðsmönnum þar þökkuð lið-
veizlan fögrum orðum, og skorað á þá að taka
hver til sinnar fyrri iðju. Kvaðst nefndin hafa
lagt niður völd sín, en vera viðbúin að taka aptur
í taumana, ef á þyrfti að halda.
þ>að er fágætt að sjá aðrar eins aðfarir og
þetta, er lýðurinn tekur sjálfur í taumana — að sjá
jafnskörulega að verið og þó atillilega, jafndjarflega
farið gagnvart löglegum yfirvöldum, og þó lögð nið-
ur völdin aptur sjálfkrafa og með fúsu geði, er eigi
þurfti á þeim að halda framar, þau völd, er liinir
löglegu valdsmenn höfðu eigi kunnað með að fara,
svo að borgið væri almenningsheill. Enda mælt-
ist og allt atferli nefndarinnar svo vel fyrir, að
flestir hinir helztu nefndarmenn hlutu kosningu í
æðstu embætti í bænum, næst þegar kosið var,
þótt þeir hefðu eigi boðið sig fram; og svo stóðu
þeir vel í stöðu sinni þar, að útgjöldjborgarinnar
minnkuðu um 7—8 milj. kr. á einu ári.
þannig var aptur friður og regla á komin í