Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 144
302 C. de Varigny:
sveitum skipað til gœzlu á helztu stöðvum í bæn-
um, og tók hver við af annari, með góðri reglu.
Kaupskapur og þvílíkar sýslanir hættu í borginni,
búðum var lokað og stræti voru öll full af her-
mönnum. Borgin var öll sem undir hervaldi.
það var á miðvikudag, er morðið hafði framið
verið. Sunnudag næstan eptir gengu 2,400 vopn-
aðra manna hljóðir eptir strætum borgarinnar, eptir
skipun velferðarnefndarinnar, tóku sjer stöðu hver
þar sem fyrir hann var lagt, og slógu hring um
ráðhúsið, þar sem yfirvöld bæjarins sátu á fundi.
Stundu eptir dagmál beindi stóskotaliðs-sveit
ein fallbyssum sínum að dyrunum á fangelsi bæj-
arins, og tveir fyrirliðar úr velferðarnefndinni gengu
fram, og skoruðu á Stannel fangavörð að fram selja
James Casey. Svo var vel um búið, að þar var
ekkert undanfæri. Casey bað sjer griða í tíu mín-
útur til þess að búast við dauða sínum. Iíonum
var sagt heimilt að koma vörn fyrir sig, og var
hann færður þaðan til höfuðstöðva nefndarinnar.
þangað var og færður annar bandingi, er Charles
Cora nefndist; hann hafði drepið lögreglumann
þann, er Kichardson hjet, þá er átti að snara honum
í fangelsi fyrir þjófnað. Var síðan haldið próf yfir
þeim báðum. Að því búnu voru þeir dæmdir af
lífi, og var þeim tjáð, að dómnum mundi fullnægt
verða að tveim dögum liðnum, eptir að húið væri
að jarða Wílliam King.
þann dag, er jarðarförin skyldi fram fara,
blöktu dökkvir fánar á hverri stöng í bænum.
Förkólfar velferðarnefndarinnar gengu næstir á eptir
líkvagninum, og fylgdu þeim fjörutíu sveitir vopn-