Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 60
218
H. Trier:
lag. Kaþólsku prestarnir kölluðu Frakka kirkju-
ránsmenn, og kváðu þá saurga alla helga dórna,
og æstu þannig landslýðinn upp á móti þeim, svo
að hann vildi verja þeim landið, en urðu þó ofur-
liði bornir, þegar stjórnarherinn sótti að; drap
hann niður karla, konur og börn, brenndi allt og
bældi, en munaðarlaus og athvarfslaus hörn flækt-
ust um húsnæðislaus, svo að enginn sinnti. Stjórn-
in réð því af að setja á stofn uppeldishús í borg-
inni Stanz, og kaus Pestalozzi til þess að veita
því forstöðu. Hann iðaði allur í fjöri. »Akefðin í
mér eptir því, að fá nú að byrja á því, sein eg
alla æfina hafði þráð, mundi hafa fengið mig til
að byrja hæst uppi á fjöllum, mér er nær að segja
þó mig hefði vantað bæði eld og vatn, ef mér að
eins hefði verið leyft það að byrja». Og til konu
sinnar skrifar hann um þessar mundir : »Ef þú átt
mann, sem ekki hefir verið ranglega dæmdur, held-
ur hefir unnið til íyrirlitningar þeirrar, sem honum
almennt er sýnd, þá eigum við enga viðreisnarvon.
En hafi eg verið ranglega dæmdur, og só eg mak-
legur þess, sem sjálfur eg hygg, þá getur þú átt von
á því, að eg bráðum hafi nóg úrræði. En hafðu
nú hægt um þig ; hvert orð frá þér særir hjarta
mitt. þ>ú hefir nú haft biðlund í 30 ár; bíddu nú
enn hálft misseri».
það var þá farið að gera að nunnuklaustri einu,
svo að hægt væri að koma þar fyrir 80 börnum.
5?au komu áður en húsið var fullgert, voluð og vesöl
og útsteypt í kláða, svo að þau gátu varla skriðið,
með sárum í höfðinu, lepparnir þeirra morauðir í
lús, ekkert nema skinnið og skrapandi beinin, gul