Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 53
Hinrik Pestalozzi.
211
kynsins« nákvæma lýsingu á því, hvernig hann
hugsi sér að gera jörð sina, »Nýjabæ«, að stofnun,
þar sern fátæk börn að sumrinu væri vanin við
jarðyrkjustörf, en að vetrinum við handavinnu, til
þess að þau við vinnuna næði að þroskast að skiln-
ingi, siðgæði og trúrækni, og á þessu fjölmenna
heimili átti að vera drottnandi sú kærleiksgnótt,
að hjörtu harnanna næðu við hana að ylna og
örvast til góðs. þetta hafði engum áður hug-
kvæmzt, og fyrir bragðið er nú Pestalozzi allt í einu
orðinn »eins og annar konungur í uppeldisfræðinni#;
til þess að koma stofnuninni á fót, er skotið sam-
an ærnu fó, og áður en langt um líður er hann
búinn að smala saman á heimili sitt hér um hil
50 fátækum hörnum, sem hann hirti af götu sinni
og hreif frá eymd og volæði, til þess að þau hjá
honum mætti fá löngun til þess að vinna, og verða
dugleg til vinnu. Prá morgni til kvölds var hann
sifellt innan um barnahópinn, og »lifði sjálfur eins
og húsgangur, að hann fengi styrkt húsgangana
til þess að lifa eins og menn«. Bn mörg af börn-
unum voru orðin gjörspillt af sínu fyrra lífi ; þau
voru löt, matvönd, heimtufrek, og opt var það, að
íoreldrar þeirra ólu upp í þeim ósómann, og stæltu
þau upp móti Pestalozzi, sem þó opt sjálfur sætti
sig við að éta skemmdu jarðeplin, til þess að börn-
Ur gæti fengið þau góðu. Yfirvöldin styrktu hann
heldur ekki eins og skyldi; sum börnin struku, og
hann fékk engu við ráðið; sannaðist það nú sem
°ptar, að honum var lítt sýnt um framkvæmdirn-
ar, þótt nóg væri kærleikslundin og hugvitið mik-
14*