Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 3
TIMARIT LOGFRÆÐINGA
2. hefti, júní 1951
Meðferð opinberra mála
I. Sögudrög.
Samkvæmt lýðríkislögum vorum ( Grágás) var grein-
ing milli einkamála og opinberra mála ekki til. Einstak-
lingar áttu jafnan sök, hvert sem sakarefnið var, og urðu
sjálfir að annast málarekstur.
Svo var það samkvæmt Jónsbók að mestu leyti. En af-
skipti valdsmanna hlutu þó brátt að verða allmikil, með
því að konungi var mælt sektarfé fyrir flest brot og eignir
voru oft gerðar upptækar konungi. Fyrir þessar sakir
hlutu valdsmenn að gera reka að öflun gagna á hendur
sökunaut og fara með það vald, sem nú er almennt kallað
lögregluvald. Þeir tóku því grunaða menn einatt fasta
og höfðu þá í gæzlu, stundum beinlínis í járnum, ef grun-
ur lá á þeim um stórbrot. Kirkjulögin skiptu og miklu
máli um meðferð brotamála. Meðan rómversk-kaþólskur
siður ríkti í landi hér, lutu mörg mál dómstólum hennar.
Samkvæmt lögum hennar skyldi ákæruvaldiö sanna sök
á hendur grunuöum mönnum. Biskupar höfðu lögreglu
og dómsvald í málum kirkjunnar. Hún skipaði ina svo-
nefndu rannsóknaraðferö (inquisitio). I málum þeim, sem
veraldarvaldið skyldi sinna, varð smámsaman sami háttur
hafður sem verið hafði í kirkjumálum.
Með bréfi konungs 2. maí 1732 var, sem kunnugt er,
boðið, að dómsköp hér á landi skyldu fara eftir Norsku
Lögum Kristjáns fimmta frá 15. apríl 1687, og tók þetta
einnig til refsimála. Greining milli refsimála og annarra
mála var þó í rauninni litlu gleggri en verið hafði eftir
Jónsbókarlögum, en þegar á 18. öld verður sú greining