Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 95
MeSferS opinberra mála
169
Ekki skiptir máli, hver refsing ákærða hefur verið dæmd,
né heldur hvert brot hans var.
4. Ef ákærða er mælt upptaka eignar, sem nemur 5000
krónum, 4. tölul. Hér þarf að meta eignina lögum sam-
kvæmt, nema hún sýni sjálf verðmæti sitt í krónutali, t. d.
verðbréf.
Ákærði hefur samkvæmt framansögðu allvíðtækan rétt
til þess að fá dómi áfrýjað, þó að sá réttur sé að mun
þrengdur frá því, sem verið hefur, er menn hafa getað
komið tvímælalaust réttum dómum um svo að segja einsk-
isverð mál fyrir hæstarétt aftur og aftur, eins og í inum
*njög tíðu ölvunannálum.
Um áfrýjun eru ýmis fleiri nýmæli. Þessi má telja merki-
legust:
a. Dómsmálaráðherra getur áfrýjað máli eftir andlát
ákærða honum til hagsbóta, en ekki til óhags. Ef ákærði
hefur verið sýknaður, getur ráðherra ekki áfrýjað, nema
ef til vill til breytingar á forsendum dóms ákærða í hag.
Það er og nýtt, að nánustu vandamenn látins manns geti
neytt réttar hans til óskar um áfrýjun, síðasta málsgr.
!75. gr.
b. Ef máli er áfrýjað einungis eftir ósk ákærða, verður
refsing eða önnur viðurlög á honum ekki þyngd, 176. gr.
^etta má telja mjög mikilsvert nýmæli. Ákærði getur þá
ekki tapað á áfrýjun, nema ef til vill kostnaði af henni.
c. Ákærða er settur 2 vikna frestur að forfallalausu til
yfirlýsingar sinnar um áfiýjunarósk, en annars telst hann
l,na við dóminn, 2. mgr. 177. gr. Dómsmálaráðherra er sett-
Ur 3 mánaða frestur til ákvörðunar um áfrýjun af hálfu
akæruvaldsins eftir að dómagerðir hafa komið homun í
hendur, 2. málsgr. 179. gr. Þessir frestir eru settir til þess
að mál þessi dragist ekki óhæfilega og til þess að ákærði
Þurfi ekki að vera von úr viti í óvissu um áfrýjun.
d. Það er nýmæli, að hæstiréttur geti látið rannsókh fara
þar fram fyrir dómi og að hann geti kveðið upp dóm eða úr-
skurð, áður en flutningur máls um aðalefni þess hefst, um
ymsa galla, er standi í vegi uppkvaðningu dóms um aðalefni