Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 74
148
Tvmarit lögfræ&inga
munur á fyrirmælum 1. og 2. tölul., að mál samkvæmt
1. tölul. skulu skilyi’Sislaust sæta sókn og vörn. Það skiptir
ekki máli, hvaða refsing kann að verða dæmd in concreto,
ef skilyrðum til refsingar er annars fullnægt, heldur það
eitt, hver hámarks refsing er ákveðin í lagagreinum þeim,
sem við brot eiga. Ákæruvaldinu ber að athuga þetta
atriði grandgæfilega, áður en ákæruskjal er samið. Ákærði
á víst ekkert atkvæði um það, hvort með mál skuli fara
eftir 1. tölul. Að lokinni rannsókn sendir dómari dóms-
málaráðherra skjöl málsins, og hann ákveður síðan máls-
höfðun, ef efni standa til, og semur ákæruskjal með venju-
legum hætti. Ef vafi þykir á því, hvort við brot eigi ein-
hver þeirra greina hegningarlaganna, þar sem hámarks-
refsing nemur yfir 8 ára fangelsi, eða önnur ákvæði hegn-
ingarlaganna, þá verður ráðherra að skapa sér skoðun um
það, en sjálfsagt verður allt að einu farið með málið sam-
kvæmt 130. gr., því að ákvæði 2. tölul. mundu þá venju-
lega taka til þess.
Brot, er varðað geta yfir 8 ára fangelsi, eru tiltölulega
fá samkvæmt hegningarlögunum. Þau eru nokkur þeirra,
sem til landráða teljast í X. kafla (86. gr., 1.—3. málsgr.
91. 92. og 94. gr.), nokkur þeirra brota, sem talin eru í
XI. kafla brot gegn stjórnskipun ríkisins og æðstu stjórn-
völdum þess (1. málsgr. 98., 100. og 101. gr.), nokkur
brot í embætti (2. málsgr. 130., 135. og 138. gr. ef til vill),
röng kæra o. s. frv. (2. málsgr. 148. gr.), peningafals (150.
gr.), ýmis almennt hættuleg brot (2. málsgr. 164., 165.
og 170. gr., 1. málsgr., 1.—3. málsgr. 171. gr.), svipting
foreldravalds (193. gr.), nokkur skírlífisbrot (194., sbr.
196. og 200. gr.), manndráp (211. gr.), fósturdráp (2.
málsgr. síðasti málsl. 216. gr.), stórfelld líkamsmeiðing
(218. gr.), frelsissvipting (226. gr., 2. málsgr.) og rán
(252. gr.).
Þegar refsing fyrir brot er tengd refsingu fyrir annað
brot, svo sem er eftir 94., 101., 135. og 138. gr. hegningar-
laganna, verður sérstaklega að athuga það, hvort refsi-
hámark hegningarlaganna fyrir það brot, að viðbættum