Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 88

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 88
162 Tímarit lugfræðinga framið saknæmt réttarbrot gegn sökunaut, sem bótaskyldu getur varðað, hver sem úrslit refsimáls á hendur honum verða. Leiðir almenna skaðabótareglan beinlínis til þess. Þetta má verða, ef aðgerðin veldur tjóni eða miska vegna þess að hana má kalla framkvæmda á fjarstæSan hátt, hvort sem ásetningi eða gáleysi opinberra starfsmanna er um að kenna. Mörg dæmi þessa mætti nefna. Sökunautur er geymdur í köldum og rökum klefa. Hann tekur lungna- bólgu þess vegna, að því er ætla má. Heilsu hans er spillt með óhollu viðurværi, enda þótt gæzlumaður viti eða eigi að vita betur. Sökunautur er barinn eða brotinn alveg ástæðu- laust, þegar hann er handtekinn eða meðan hann er í gæzlu. Hlutur, sem hald hefur verið lagt á, fer forgörðum eða er skemmdur í vörzlum löggæzlumanns vegna vangæzlu. Spjöll eru að þarflausu unnin á eign sökunautar, þegar hann er handtekinn eða leit gerð hjá honum. Kröfuréttur hans glatast, af því að hann hefur verið sviptur sönnun- argagni um hann eða vanrækt hefur verið að halda honum við (dæmið um vanrækslu á afsögn víxils), o. s. frv. 3. Hér greinir um það, ef sökunautur hefur verið saklaus dæmdur, 153. gr. Þar með er þó ekki átt við refsidóm í hér- aði, sem breytt er í sýknudóm í hæstarétti. Þá mundi aðili einungis geta átt bótakröfu á hendur héraðsdómara sam- kvæmt 1. málsgr. 34. gr. laga nr. 85/1936. 1 153. gr. er átt við fullnaðar sakfellisdóm. Ef það kemur upp, að aðili er saklaus, áður en tekið er að fullnægja dómsorði, þá á hann samt kröfu til bóta fyrir miska og fjártjón, sem hann hef- ur sennilega liðið vegna dómsins. En ef dómsorð hefur verið framkvæmt, svo sem upptaka eignar, sektargreiðsla, málskostnaður, réttindi hafa verið af honum dæmd, þá ber að setja allt í sama horf og það var í, svo sem kunnugt er, og bæta miska og tjón að öðru leyti, svo sem stöðu og at- vinnumissi o. s. frv. Sérstaklega verður bótaréttur aðilja brýnn, ef hann hefur þolað refsivist samkvæmt dóminum. Bætur fyrir miska, atvinnu- eða stöðumissi og fjártjón annars, beint og óbeint, geta þá orðið mjög háar. Það skiptir að meginstefnu til ekki máli, þó að hegðun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.