Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 88
162
Tímarit lugfræðinga
framið saknæmt réttarbrot gegn sökunaut, sem bótaskyldu
getur varðað, hver sem úrslit refsimáls á hendur honum
verða. Leiðir almenna skaðabótareglan beinlínis til þess.
Þetta má verða, ef aðgerðin veldur tjóni eða miska vegna
þess að hana má kalla framkvæmda á fjarstæSan hátt,
hvort sem ásetningi eða gáleysi opinberra starfsmanna er
um að kenna. Mörg dæmi þessa mætti nefna. Sökunautur
er geymdur í köldum og rökum klefa. Hann tekur lungna-
bólgu þess vegna, að því er ætla má. Heilsu hans er spillt
með óhollu viðurværi, enda þótt gæzlumaður viti eða eigi að
vita betur. Sökunautur er barinn eða brotinn alveg ástæðu-
laust, þegar hann er handtekinn eða meðan hann er í gæzlu.
Hlutur, sem hald hefur verið lagt á, fer forgörðum eða er
skemmdur í vörzlum löggæzlumanns vegna vangæzlu.
Spjöll eru að þarflausu unnin á eign sökunautar, þegar
hann er handtekinn eða leit gerð hjá honum. Kröfuréttur
hans glatast, af því að hann hefur verið sviptur sönnun-
argagni um hann eða vanrækt hefur verið að halda honum
við (dæmið um vanrækslu á afsögn víxils), o. s. frv.
3. Hér greinir um það, ef sökunautur hefur verið saklaus
dæmdur, 153. gr. Þar með er þó ekki átt við refsidóm í hér-
aði, sem breytt er í sýknudóm í hæstarétti. Þá mundi aðili
einungis geta átt bótakröfu á hendur héraðsdómara sam-
kvæmt 1. málsgr. 34. gr. laga nr. 85/1936. 1 153. gr. er átt
við fullnaðar sakfellisdóm. Ef það kemur upp, að aðili er
saklaus, áður en tekið er að fullnægja dómsorði, þá á hann
samt kröfu til bóta fyrir miska og fjártjón, sem hann hef-
ur sennilega liðið vegna dómsins. En ef dómsorð hefur
verið framkvæmt, svo sem upptaka eignar, sektargreiðsla,
málskostnaður, réttindi hafa verið af honum dæmd, þá ber
að setja allt í sama horf og það var í, svo sem kunnugt er,
og bæta miska og tjón að öðru leyti, svo sem stöðu og at-
vinnumissi o. s. frv. Sérstaklega verður bótaréttur aðilja
brýnn, ef hann hefur þolað refsivist samkvæmt dóminum.
Bætur fyrir miska, atvinnu- eða stöðumissi og fjártjón
annars, beint og óbeint, geta þá orðið mjög háar.
Það skiptir að meginstefnu til ekki máli, þó að hegðun