Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 4
78
Tímarit lögfræSinga
fullglögg, og má segja, að hún sé staðfest og fullkomnuð
með tilskipun 3. júní 1796 IX. kafla. I upphafsorðum
kaflans er svo mælt, að hlutverk ákæruvaldsins sé öflun
gagna til sönnunar sakar, svo að inir seku fái sinn dóm
og til verndar saklausum, svo að enginn þeirra verði
dæmdur til refsingar. Reglan: in dubio pro reo er sýni-
lega lögð til grundvallar, enda hefur enginn vafi verið
um það langan tíma, að henni bæri að fylgja. Með tilskipun
24. jan. 1838 voru mörg fyrirmæli sett til breytinga og
viðbótar inum eldri ákvæðum um meðferð opinberra mála,
og með tilskipun 8. sept. 1841 voru loks ákvæði sett um
sönnun í opinberum málum. I aðaldráttum voru reglur
um meðferð opinberra mála eftir 1838 þessar:
1. Ákæruvaldið átti aðild flestra brotamála.
2. Rannsókn þeirra hvíldi á ákæruvaldinu, og það skyldi
leiða sönnur að sekt kærðra manna.
3. Sækjandi var ekki skipaður í héraði og verjandi ekki
heldur, fyrr en mál var höfðað. Sökunautur var því
á valdi lögreglu- og rannsóknardómara, meðan rann-
sókn stóð yfir. Vörn var flutt skriflega.
4. Héraðsdómari gat höfðað mál út af flestum brotum,
en gat þó látið amtmann og síðan ráðherra ákveða
málshöfðun. Ekki mátti dæma sökunaut fyrir annað
en það, er hann var saksóttur fyrir.
5. Sakfellisdómum var yfirleitt skylt að skjóta til lands-
yfirdóms, ef dómfelldur maður krafðist þess, og dóm-
um, þar sem maður var dæmdur til hæstu refsinga,
var ákæruvaldinu skylt að skjóta þangað. Sækjandi
var þar skipaður og verjandi. Sókn og vörn var skrif-
leg.
6. Fullnusta refsidóma var yfirleitt í höndum ríkis-
valdsins.
Lög um meðferð opinberra mála voru öll í molum.
N. L. hafa aldrei verið gefin út í löggiltum íslenzkum
texta. Og svo var um fleiri lagafyrirmæli, sem þó skyldi
fara eftir. Mörg laganna voru á hneykslanlega ljótu máli,
þó að íslenzkt ætti að heita. tJrelt voru mörg ákvæði laga