Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 48
122
Tímarit lögfræSinga
til þess að skynja rétt þau atvik, sem máli skipta. Um
heitfestingu barna kemst ekkert mat að, en um vitgranna
menn og geðveika má vel verða vafi um það, hvort þá
skuli heitfesta eða ekki. Er líklegt, að dómari eigi fremur
að hafna heitfestingu en leyfa, ef hann telur ástæðu til að
efast um hæfileika þeirra til að meta helgi hennar og
þýðingu, því að fara skal með heitfestingu sem helgan
dóm, svo að almenningur missi ekki virðingu fyrir henni.
3. Sakaðra manna eða manna, sem dómari veit eða má
ætla, að verði síðar sakaðir í því máli. Sakaður maður,
sem ef til vill hefur áður verið kvaddur vitnisburðar í
máli, má vitanlega aldrei heitfesta framburð sinn um
sjálfs sín athafnir, hvort sem framburður felur í sér
skýrslu honum í hag eða óhag. Eiður slíks manns um þau
efni er fyrir löngu bannaður, og sama verður að gilda um
heit eftir nýju lögunum. Og um athafnir annarra manna,
sem við mál hans kunna að vera riðnir eða eru riðnir,
verður sama að gilda. Þó að hann lýsi aðra samseka sér
eða hei-mi um atvik, er horfa þeim til sýknu, er óleyfilegt
að láta hann heitfesta þá sögn sína. Þá, sem dómari veit
eða ætla má, að verði sakaðir, má hann ekki láta heit-
festa skýrslur sínar um sakaratvik, því að svo mætti þá
fara, að þeir ynnu heit um sakleysi sitt eða sekt sína.
Lögin nefna ekki fleiri, sem alveg er bannað að heit-
festa. En það sýnist alveg auðsætt, að margir eru þeir
fleiri, sem ekki skal heitfesta. Kunna sumir að vera svo
fjárhagslega eða siðferðilega riðnir við málið, þó að alls
ekki varði refsingu, eða svo nánir sökunaut, að óhæfa sé
að heitfesta þá. Aðrir kunna að hafa orðið svo tvísaga eða
margsaga, að varhugavert sé að láta þá heitfesta fram-
burð sinn. Enn eru aðrir, sem sakir hegðunar sinnar eru
ólíklegir til þess að leggja þá virðingu á heit, sem vera
ber. Getur dómari um þessi efni haft hliðsjón af ákvæð-
um 1. og 2. tölul. 2. málsgr. 127. gr. laga nr. 85/1936.
b. Vitnaskyldan er ýmsum takmörkunum bundin og
miklu meir eftir nýju lögunum en áður var. Hefur þótt
kenna mannúðarskorts í sumum ákvæðum inna eldri lága,