Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 14
88
Tímarit lögfræðinga
fyrir bann dómara, hvort sem hann eða hún hefur verið
ætluð mönnum til sýnis eða sýnd öðrum mönnum.
1 rannsókn opinbers máls verður dómari venjulega að
bóka hvað eina jafnskjótt sem það gerist og í þeirri röð,
sem það kemur fram í. 1 sama þinghaldi er t. d. söku-
nautur og mörg vitni spurð. Dómari hlýtur þá að bóka
jafnharðan svör þeirra að efni til eða orðrétt, ef efni
standa til. Oftar eru sömu menn spurðir, og fer þá eins
um bókanir. Venjan hefur verið sú, að eftirrit af því, sem
bókað hefur verið, hefur fylgt bókinni. Eftirrit geymir
þá á mörgum stöðum greinargerð um sama rannsóknar-
atriði, og verða þá bæði dómendur og sakflytjendur að
kynna sér það á fleirum en einum stað, enda torveldar
slíkt vinnu þeirra oft allmikið, ef eftirrit er langt og mál
umfangsmikið. Löggjafinn hugsar sér bót ráðna á þessu,
eftir því sem unnt er, og mælir því svo í 18. gr., að dómari
skuli eftir föngum skrá þannig í þingbók, að síðar megi,
þegar eftirrit er tekið, hafa samfellt, svo sem kostur er,
það, sem varðar eitt og sama sakaratriði. Ef maður er
t. d. sakaður um þjófnað á stöðunum X, Y og Z, þá er
tilætlunin, að það, sem um hvern stuldinn segir, verði sér
í eftirriti. Samskonar er, ef maður er sakaður um fleiri
brot en eitt, t. d. bæði um svik og skjalafals. Svo getur
einnig verið hentugt, að skýrslur sama vitnis t. d. um
sama atriði, verði teknar saman í eftirriti, þó að svo sé
ekki í þingbók. Ef þetta ákvæði greinarinnar á að koma
að haldi, þá verður dómari að athuga, áður en farið er
að gera eftirrit, allar bókanir, sem það mál varða, og
veita ritara sínum greinarlegar bendingar um það, í hvaða
röð taka skuli hvað eina. Verður það verk svipað verki
hæstaréttarlögmanns, sérstaklega eins og hæstiréttur vill
hafa ágrip samkvæmt bréfi sínu til hæstaréttarlögmanna,
sem birt er í 1. hefti þessa tímarits. Sennilega geta hæsta-
réttarlögmenn bætt nokkuð úr þeim göllum á eftirritum,
sem verða kunna, í undirbúningi hæstaréttarágripa. Vænt-
anlega valda slíkir ágallar þó aldrei vísun máls frá hæsta-
rétti, enda segir ekkert um slíkt í lögunum, heldur vítum