Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 66
140
Tímarit lögfræSinga
í kröfunum felst. En kröfur þurfa ekki að vera svo ná-
kvæmar sem í einkamálum. Óþarft og naumast viðeigandi
er því að tiltaka refsitegund, hámarkskröfu fésekta eða
refsingar, verðmætis eigna, er upptækar skyldu gerðar,
fjárhæð skaðabóta eða hversu lengi sökunautur skuli svipt-
ur réttindum. Dómari getur auðvitað jafnan, ef efni standa
til, gert hlut ákærða betri en farið er fram á í ákæruskjali,
sýknað hann alveg, látið refsingu niður falla, dæmt skil-
orðsbundinn dóm eða fært refsingu niður fyrir lágmark,
ef lögmæt rök þykja til þess o. s. frv.
Auðvitað er, að ákæruskjal verður að fullnægja kröfum
laganna um hvert það brot, sem sökunaut skal ákæra fyrir.
Ef einhverju slíku broti er sleppt, þá verður hann ekki
dæmdur sekur um það. Samsvarandi gildir, ef einn maður
eða fleiri eru ákærðir í einu lagi.
1 1. málsgr. 118. gr. segir um framhaldsdkæru. Ákæru
kann að þykja ábótavant, svo sem ef gleymzt hefur að
greina öll þau brot eða allar þær kröfur, sem rétt þykir
að gera, broti er ekki rétt lýst, röng lagagrein er greind í
ákæruskjali o. s. frv. Bæta má úr öllu slíku með framhalds-
ákæru. Þau brot, sem ákærði hefur framið, áður en dómur
gengur um nokkurt þeirra, skal dæma saman, ef þess er
kostur, sbr. 77. gr. hegnl. Ef einhver slíkra brota hafa
ekki greind verið í ákæruskjali, má gefa út framhalds-
ákæru, enda skal jafnan gefa hana út eigi síðar en 3 vikum
eftir að þörfin á henni varð kunn, 2. málsgr. 118. gr. Vænt-
anlega verður að leggja til grundvallar yfirlýsingu ákæru-
valdsins( dómara, dómsmálaráðuneytisins) um þetta at-
riði, þar til er annað verður sannað. En hitt er Ijóst, að
framhaldsákæra kemur ekki að gagni, ef það sannast, að
hún hefur ekki verið gefin út nægilega snemma. Virðist
þá eiga að vísa máli frá dómi að því leyti, svo að ekki verður
dæmt eftir öðru en inu upphaflega ákæruskjali. Hins vegar
má vel verða, að fleiri framhaldsákærur, verði að gefa út
en eina, ef kunnugt verður síðar um fleiri brot en þau, sem
greind voru í framhaldsákæru, sem áður hefur verið gefin
út.